Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 5
 VIRK ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR formaður stjórnar VIRK veikindafjarveru, oft langtíma vegna streitu- kenndra einkenna. Ef við höldum áfram að leita skýringar í lífeðlisfræði kvenna eða að konur skuli ekki þola streituálag eins vel og karlmenn, komum við ekki til með að leysa streituvandamálin á vinnustöðum.“ Ástæðunnar er oftar en ekki að leita í vinnu- umhverfi kvenna. Rannsóknir sýna að vinnuskilyrði eru oftar verri á vinnustöðum þar sem konur eru í meirihluta. Og hvar eru þær í meirihluta? Í heilbrigðis- og mennta- kerfinu í erilsömum störfum þar sem unnið er með fjölda fólks og skjólstæðinga alla daga vikunnar. Ingibjörg bendir okkur á að í Svíþjóð sé umræðan að beinast frá einstaklingum og að þeim þáttum sem lúta að vinnuskilyrðum og skilgreiningu starfa. Skýrar kröfur og viðráðanlegt álag eru líklegri til að stuðla að heilbrigði starfsmanna en óljósar kröfur og stöðugt ofurálag. Hvað varðar ofurálagið verður mér hugsað til stórra heilbrigðisstofnana sem haldið er úti með lágmarksmönnun nær allt árið. Og þegar kemur að óljósum eða ef til vill óraunhæfum kröfum verður mér hugsað til grunnskólakennara og kröfunnar um að þeir sinni uppeldi barna í meiri mæli en eðlilegt getur talist. Ég ætla að leyfa mér að varpa fram til- gátu um ástæður þess að fleiri konur en karlar missa heilsuna á Íslandi og þurfa á starfsendurhæfingu að halda rétt- um áratug eftir hrun. Margar þessara kvenna starfa við kennslu, velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Þær starfa hjá hinu opinbera; ríki og sveitarfélögum. Þær voru ekki í hópi þeirra sem misstu vinnuna strax í kjölfar efnahagshrunsins en í byrjun kreppunnar misstu margir vinnu á almenna markaðnum, t.d. í byggingariðnaði og þjónustustörfum. Það gerðist ekki í sama mæli hjá hinu opinbera. Þar tók hins vegar við kjararýrnun í margs konar formi samhliða ráðningarfrystingu sem leiddi til undirmönnunar og meira álags á mörgum vinnustöðum en eðlilegt getur talist. Auðvitað er myndin flóknari en við erum að tala um heilan áratug við aðstæður sem kannski væri hægt að bjóða fólki upp á í skamman tíma. Þessi reynsla ætti að kenna okkur að hætta að leita orsaka fyrir streitusjúkdómum og kulnun – eða nýgengi örorku svo að annað títtnefnt dæmi sé nefnt – einungis hjá einstaklingunum en horfa frekar á stóru myndina; vinnuumhverfið, samskipti og aðstæður á vinnustað, óraunhæfar kröfur, óljósar starfslýsingar o.þ.h. Að ógleymdum þeim aðstæðum sem samfélagið býr konum og barnafjölskyldum almennt. Ábyrgð atvinnurekenda og stéttarfélaga er vissulega mikil en hún er ekki minni sú er hvílir á herðum stjórnvalda. Það er sam- félagslegt verkefni að bæta stöðu kvenna á vinnumarkaði en aðgerðir sem stuðla að félagslegum stöðugleika og bæta kjör fjölskyldna í landinu hafa jafnframt þau áhrif að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði. Hvað VIRK varðar mun sjóðurinn í hlutverki sínu sem starfsendurhæfingarsjóður í eigu stéttarfélaga og atvinnurekenda áfram rækja starf sitt af framsýni og þolgæði með hagsmuni skólstæðinga sinna að leiðarljósi. Þola konur ekki álag? Um leið og spurn- ingin er orðuð blasir við hversu fráleit hún er. Dr. Ingibjörg H. Jónsdóttir prófessor við Háskólann í Gautaborg og forstöðumaður Institutet för stressmedicin er leiðandi í umræðunni um streitu og kulnun á vinnumarkaði. Ég leyfi mér að vitna í orð hennar sem birtust í síðasta ársriti VIRK. Þar segir: „Brýnt er að beina umræðunni um streituvalda á vinnustað, aðstæðum stjórnenda og kynjamuninn í réttan farveg. Að við gerum okkur grein fyrir raunverulegum orsökum þess að konur eru í meirihluta hvað varðar Ég ætla að leyfa mér að varpa fram tilgátu um ástæður þess að fleiri konur en karlar missa heilsuna á Íslandi og þurfa á starfs- endurhæfingu að halda réttum áratug eftir hrun. Margar þessara kvenna starfa við kennslu, velferðar- og heilbrigðisþjónustu.“ „Þessi reynsla ætti að kenna okkur að hætta að leita orsaka fyrir streitusjúkdómum og kulnun – eða nýgengi örorku svo að annað títtnefnt dæmi sé nefnt – einungis hjá einstaklingunum en horfa frekar á stóru myndina; vinnuumhverfið, samskipti og aðstæður á vinnustað, óraunhæfar kröfur, óljósar starfslýsingar o.þ.h.“ 5virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.