Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 9

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 9
 VIRK ekki gagn af starfsendurhæfingu á þeim tíma sem sótt er um þjónustuna og starfs- endurhæfing getur í sumum tilfellum gert stöðuna verri þar sem einstaklingur ræður ekki við þjónustuna og upplifir van- mátt og vanlíðan. Hér eru líka vissulega grá svæði og flókið getur verið að meta aðstæður og getu einstaklinga til þátttöku í starfsendurhæfingu. Oft fá einstaklingar að njóta vafans og spreyta sig í þjónustunni, jafnvel þó vafi leiki á gagnsemi hennar. Niðurstaða þess getur verið bæði jákvæð og neikvæð. Mikilvægt er að efla og auka geðheilbrigðis- þjónustu innan heilbrigðiskerfisins og efla heilsugæslustöðvar um allt land og sálfræði- þjónustu innan heilsugæslunnar. Á þann hátt er hægt að tryggja það að einstaklingar fái viðeigandi þjónustu á réttum tíma, spara fjármuni og tíma og efla heilsu og lífsgæði einstaklinga. Slíkar áherslur gætu líka bæði komið í veg fyrir að einstaklingar þurfi á starfsendurhæfingarþjónustu að halda og aukið mjög líkur á árangri í starfs- endurhæfingu til framtíðar. Hvenær er þjónusta VIRK viðeigandi og hver á að vísa einstaklingum til VIRK? Allt frá upphafi hefur átt sér stað mikil umræða um hvenær þjónusta VIRK sé viðeigandi og árangursrík og hvenær ekki. Hversu snemma eiga einstaklingar sem glíma við skerta starfsgetu vegna heilsu- brests að koma til VIRK og hver á að vísa einstaklingum inn í þjónustu VIRK? Í upphafi var farið nokkuð opið af stað, einstaklingar þurftu ekki tilvísun frá lækni og gátu komið inn í þjónustuna jafnvel þó þeir væru ennþá með fulla starfsgetu ef heilsubrestur var til staðar. Fljótlega var þó ljóst að slíkt fyrirkomulag gat ekki gengið. Talsverður hluti fólks á vinnumarkaði glímir við heilsubrest en hefur þrátt fyrir það fulla starfsgetu. Það má í raun halda því fram að fæst okkar gangi í gegnum lífið án þess að glíma á einhverjum tímapunkti við heilsubrest af einhverju tagi og sá heilsubrestur kallar ekki endilega á mikla fjarveru frá vinnumarkaði. Fjarvera frá vinnumarkaði við slíkar aðstæður getur auk þess í sumum tilfellum gert illt verra. Ef VIRK tæki á móti öllum þeim einstaklingum á vinnumarkaði sem glíma við heilsubrest þá myndu mörg þúsund einstaklingar leita til VIRK á hverjum tíma og starfsemin myndi þá ekki ráða við að sinna þeim sem virkilega stæðu illa og þyrftu á starfsendurhæfingarþjónustu að halda. Hér er einnig nauðsynlegt að hafa í huga að samkvæmt erlendum rannsóknum þá snúa yfir 95% einstaklinga sem veikjast eða slasast aftur til vinnu innan fjögurra til sex vikna Aðstæður kölluðu því á hraða uppbyggingu því ljóst var að þær þrengingar sem sam- félagið gekk í gegnum á þessum tíma myndu kalla á aukna þjónustu á sviði starfs- endurhæfingar og sú varð líka raunin.“ 9virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.