Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 30
STARF RÁÐGJAFA HJÁ VIRK GEGNIR LYKILHLUTVERKI FYRIR ÞÁ SEM SÆKJA
ÞANGAÐ SAMSTARF TIL ENDURHÆFINGAR. AÐ BORGARTÚNI 6, FJÓRÐU HÆÐ
HITTUM VIÐ FYRIR ÞÆR KRISTBJÖRGU OG GUÐLEIFU BIRNU LEIFSDÆTUR
SEM BÁÐAR ERU FÉLAGSRÁÐGJAFAR OG STARFA SEM RÁÐGJAFAR VIRK FYRIR
BANDALAG HÁSKÓLAMANNA, BHM. ÞÆR SYSTUR HAFA MARGT FRÓÐLEGT AÐ
SEGJA UM STARF SITT HJÁ VIRK OG SÝN SÍNA Á SAMFÉLAGIÐ, SEM ÞÆR HAFA
ÖÐLAST Í RÁÐGJAFASTARFINU.
FÓLK BER ÁBYRGÐ
Á EIGIN HEILSU
GUÐLEIF BIRNA LEIFSDÓTTIR & KRISTBJÖRG LEIFSDÓTTIR
starfsendurhæfingarráðgjafar
Er hætta á því að ráðgjafar fari að „lifa
lífinu“ fyrir þá sem unnið er með á
þennan hátt?
„Félagsráðgjafamenntun er þess eðlis að
við sem hana höfum erum meðvituð um
að blanda okkar eigin lífi ekki inn í starf
okkar. Ábyrgðin er alltaf hjá einstaklingnum
sem kemur til samstarfs við VIRK, hún er
aldrei af honum tekin. Það er ljóst frá fyrsta
viðtali, einstaklingurinn ræður ferðinni.
Við ráðgjafarnir erum stuðningsaðilar og
höldum utan um þá aðstoð sem veitt er,“
segir Guðleif Birna.
„Ef hvati og löngun er til staðar hjá ein-
staklingum til að ná bata þá gengur þetta
yfirleitt vel. Stundum er þó löngunin meiri
en getan. Þá þarf að vinna með það. Ef
einstaklingur sér hins vegar ekkert nema
hindranir á vegi sínum þá er ekki auðvelt að
byrja,“ bætir hún við.
„Læknir sendir tilvísun til VIRK þar sem
fram kemur ástæða til beiðni um samstarf
fyrir einstakling. Sérstakt teymi vinnur með
þessar beiðnir. Eftir að veitt hefur verið leyfi
til samstarfsins hefst það með viðtali við
ráðgjafa viðkomandi stéttarfélags. Skrifað er
undir þátttökusamning sem inniheldur meðal
Starf ráðgjafa hjá
VIRK er ekki síst
mjög skemmtilegt og eftir
því fjölbreytt. Það felst í að
styðja einstaklinga aftur
inn á vinnumarkaðinn
eftir heilsubrest. Slíkt
krefst góðra samskipta og
samvinnu. Nauðsynlegt er
að átta sig í upphafi á hvar
viðkomandi einstaklingur
er staddur í sínum
heilsufarsmálum og hvað
helst má gera honum til
stuðnings,“ segir Kristbjörg.
annars áttatíu prósent mætingarskyldu
í úrræði. Skoðað er hvar styrkleikar við-
komandi liggja og hvernig hægt sé að vinna
með þá áfram. Einnig er skoðað hvaða
hindranir eru til staðar. Þetta er grunnurinn
að allri okkar vinnu með þeim sem til okkar
leita,“ segir Kristbjörg.
Traust og trúnaður mikilvæg
Hver hefur stjórnina í endurhæfingunni?
„Hver og einn einstaklingur setur sér mark-
mið í endurhæfingu sinni. Einstaklingurinn
stýrir hvernig á að vinna og við, ráðgjafarnir
upplýsum hvað er í boði. Fyrst þarf fólk
að finna út hvað það þarf að vinna með í
málum sínum og síðan er skoðað hvaða
úrræði koma honum að gagni í því verki.
Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki í
samstarfi ráðgjafa og þjónustuþegans, það
er grundvallaratriði. Ráðgjöf, stuðningur
og utanumhald gefur góða raun í þessu
samstarfi. Við, ráðgjafarnir, erum þeir aðilar
sem halda utan um stuðningsnetið sem
þjónustuþegar VIRK nýta sér. Þverfaglegt
teymi sérfræðinga tekur ákvörðun um hvort
einstaklingur hefur gagn af samstarfi við
VIRK. Við ráðgjafarnir erum ekki með í þeim
ákvörðunum.“ segir Guðleif Birna.
30 virk.is