Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 31

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 31
 VIÐTAL Er eitthvað sérstakt sem einkennir félagsmenn BHM sem sækja um samstarf við VIRK? „Hópurinn okkar er háskólamenntað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Sama hvaða stéttarfélagi það tilheyrir. Nema hvað þeir sem eru í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur fá samstarf við ráðgjafa VIRK hjá VR. Lengi vel var stærsti hópurinn sem leitaði til okkar kennarar úr öllum skólastigum. Við höfum ekki gert rannsókn á ástæðum þessarar fjölgunar háskólamenntaðs fólks sem leitar til VIRK. Hins vegar höfum við séð að stærsti hópurinn glímir við andlega vanlíðan og sýnir einkenni streitu og andlegs álags, kvíða og þunglyndis,“ segir Kristbjörg. Hvaða úrræði finnst ykkur hafa gagnast best hér hjá BHM? „Sálfræðiþjónusta er afar mikilvæg, svo og hugræn atferlismeðferð, núvitund og streitustjórnun, slökun, jóga, sjálfsstyrking – raunar öll úrræði sem lúta að því að að vinda ofan af streitu og núllstilla streitukerfið. Sjúkraþjálfun er líka mikið notað úrræði. Það kemur kannski á óvart að vel menntað fólk leitar ekki nægilega eftir þeim stuðningi og forvörnum sem maður hefði búist við. Streitan virðist læðast aftan að fólki en það bregst ekki við henni með til dæmis að leita til sálfræðings eða hreyfa sig nægilega. Þarna spilar fjárhagurinn líklega inn í,“ segir Guðleif Birna. Hve margir ráðgjafar VIRK sinna samstarfi við félagsmenn í BHM? „Við hófum störf hjá VIRK árið 2011. Síðan hefur orðið gríðarleg aukning á beiðnum um samstarf og ráðgjöfum fjölgað. Hingað kom fjórði ráðgjafinn til starfa 2017 og sá fimmti er að hefja starf hér núna í ár,“ segir Kristbjörg. Álagið er einfaldlega þungbært Verðið þið vör við svokallaða kulnun í starfi hjá þeim sem til ykkar leita? „Margt sem við sjáum, til dæmis í kennara- hópnum, bendir til þess að andlegt álag sé orðið meira en áður. Viðvera hefur aukist og ýmsar skyldur sem fylgja kennslu hafa orðið fyrirferðameiri, svo sem vegna nýrrar námskrár og námsmats. Tæknivæðingu hefur fleygt fram og samstarf við foreldra er meira en var. Þetta gerir auknar kröfur án þess að dregið hafi úr þeim sem fyrir voru. Við sjáum líka talsvert af háskólamenntuðu fólki sem hefur þróað með sér vefjagigt og stoðkerfisverki í bland við andlegu vanlíðanina. Þeir sem sinna umönnun, svo sem hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar og háskólamenntað fólk úr fleiri slíkum starfsgreinum hefur fjölgað komum sínum til VIRK,“ segir Guðleif Birna. Eru þeir sem sinna fólki fjölmennari í ykkar samstarfshópi en til dæmis fræðimenn? „Nei, ekki endilega. Það sem umönnunar- hópurinn á sammerkt er að launin eru lág á sama tíma og álagið er orðið meira. Fleiri börn eru í bekkjum grunnskólans, hjúkrunarfræðingar hafa fleiri sjúklingum og öldruðum að sinna. Álagið er einfaldlega þungbært. Starfsfólki í þessum greinum er sagt að „hlaupa hraðar“, það kemur niður á heilsu þess og líðan. Þessi hópur hefur líka mörgu að sinna í sínu einkalífi, heimili, börnum, öldruðum foreldrum og þannig mætti telja. Aðstoð við veika og aldraða hefur heldur dregist saman undanfarin ár og þá leggst meiri vinna á aðstandendur. Þetta og hið aukna álag í starfi segir svo til sín á endanum. Það er því erfitt að segja til um orsök og afleiðingu,“ segir Kristbjörg. Guðleif Birna og Kristbjörg. 31virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.