Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 32
Er starfsfólki fjölgað í samræmi við auknar kröfur? „Í umfjöllun fjölmiðla um þessi málefni virðist sem svo sé ekki. Ég hef þá tilfinningu að núna sé starfsfólk í BHM að súpa seyðið af bankahruninu. Margir háskólamenntaðir starfsmenn fóru illa út úr hruninu, bæði hvað snertir vinnu og fjárhag. Fólk missti húsnæði og skuldar líka mikið í námslánum. Það hefur þraukað í áratug en þar sem ástandið á starfsvettvangi hefur ekki batnað heldur oft á tíðum versnað þá sígur á ógæfuhlið. Ófaglært starfsfólk var í fyrstu fjölmennara í samstarfinu við VIRK, nú fer háskólamenntaða fólkinu mjög fjölgandi,“ segir Guðleif Birna. Menntun ekki metin til launa „Er kerfið að svara þjónustuþörf fólks í góðærinu? „Við sjáum yfirleitt ekki hjá þeim sem til okkar leita merki um svonefnt góðæri. Launakjör hafa ekki í breyst í raun hjá þessum stéttum undanfarin ár. Á sama tíma og álagið hefur aukist hefur dregið úr þjónustu í kerfinu. Þetta höfum við sannarlega orðið vör við hér. Þótt að hópurinn sem við sinnum sé háskólamenntað fólk, svokölluð millistétt, eru kjör þess svona. Menntun er ekki metin til launa. Við fáum hér háskólamenntað fólk úr öllum stéttum, bæði háa sem lága og frá öllum stofnunum,“ segir Kristbjörg. „Stærsti hópurinn sem leitar til VIRK á okkar vettvangi er með ráðningarsamning og á því allt upp í eitt ár í veikindaleyfi. Eftir það tekur við réttur þeirra hjá sjúkrasjóði viðkomandi stéttarfélags sem getur verið frá sex og upp í níu mánuði. Þessi hópur þarf því sjaldnast að leita til Tryggingastofununar ríkisins eftir endurhæfingarlífeyri. Það léttir alla vinnu hjá okkur að hafa ekki áhyggjur af framfærslu viðkomandi þjónustuþega. Flestir þeirra fara til baka í fyrra starf að lokinni endurhæfingu. Sumir verða þó að breyta um starfsvettvang. Kosturinn við hina akademísku menntun er að fólk getur nýtt sér hana á ýmsum sviðum atvinnulífsins.“ Nú er mikið talað um áhrif kynferðislegs ofbeldis. Er það ein ástæða fyrir kulnun í starfi? „Það kemur vissulega oft fyrir að einstakl- ingar opni á slíkt þegar þeir fara að vinna í sínum málum. Þeir hafa kannski bælt þessa reynslu niður – en hún leitar upp. Ekki síst núna á tímum „MeToo“-byltingarinnar,“ segir Guðleif Birna. Endurhæfing á forsendum hvers einstaklings „Ég efast ekki um að það er ein ástæða kulnunar í starfi. Einstaklingar opna jafnvel á umræðu um kynferðislegt ofbeldi sem þeir sættu fyrir áratugum. Við ráðleggjum þá samstarf við Stígamót. Stundum er vegna þessa „skipt um gír“ í samstarfinu við VIRK og viðkomandi fer í áfallavinnslu. Hvert tilvik er skoðað sérstaklega. Endurhæfing fer fram á forsendum hvers einstaklings. Svo kemur að því að viðkomandi er tilbúinn til að fara til starfa. Þá sýnir sig oftar en ekki að ekkert hefur breyst á vinnustaðnum. Hinn endurhæfði fer þá í sömu aðstæður og hann kom úr – sama ástandið og sama álagið. Okkur finnst atvinnulífið oft ekki koma nægilega til móts við fólk, svo sem að draga úr álagi og bæta aðbúnað. Ég get nefnt sem dæmi fólk sem missir heilsuna vegna myglusvepps á vinnustað þegar það snýr oftar en ekki aftur úr endurhæfingu í sama húsnæðið,“ segir Kristbjörg. „Slíkt getur leitt til þess að fólk gefist aftur upp og leiti jafnvel aftur til VIRK. Það er mat hverju sinni hvort viðkomandi komist aftur í endurhæfingu. Sorglegt er að sjá fólk sem hefur náð góðum árangri og orðið heilsubetra versna á ný vegna þess að engar breytingar hafa verið gerðar á hinum slæmu aðstæðum,“ bætir hún við. Mikilvægt að nýta réttindi Hvað gerist hafi fólk orðið fyrir einelti á vinnustað – snýr það til baka? „Sjaldnar en aðrir. Komi einstaklingar inn sem eru með ráðningarsamning er grund- vallarregla hjá VIRK að þeir rjúfi samninginn ekki á endurhæfingartímabili og missi þannig mikilvæg réttindi. Áherslan er á að fólk reyni að fara aftur til starfa. Reynist starfið því óbærilegt getur það svo skipt um vettvang. Við leggjum áherslu á að fólk rjúfi ekki ráðningu. Þegar fólk er beygt þá á það helst ekki að taka slíka ákvörðun heldur þegar það er búið að ná bata,“ segir Guðleif Birna. Hvernig mæta fyrirtæki því fólki sem kemur til starfa eftir endurhæfingu? „Yfirleitt eru fyrirtæki jákvæð gagnvart því að fólk hefji vinnu að nýju í skertu starfshlutfalli. Fái að byrja í skertu starfshlutfalli og lengi svo starfstíma smám saman á nokkrum mánuðum. Þegar ítrekuð veikindi koma upp á sama vinnustaðnum ætti viðkomandi stofnun eða fyrirtæki að skoða hvað veldur.“ Hvað finnst ykkur um tilraunir til að stytta vinnuvikuna? „Hætta er á að álag aukist ef fólk á að skila sama vinnuframlagi á styttri tíma. Það þarf að minnka álag samhliða styttingu vinnuviku. Það gæti leyst vanda margra,“ segir Kristbjörg. „Almennt má segja að kröfur séu miklar en mannskapnum er ekki fjölgað að sama skapi. Sem dæmi má nefna að skipulagi náms er stýrt ofan frá. Stundum án þess að huga nægilega að því aukna álagi sem slíkt veldur kennurum. Slíkt getur orðið ein ástæða þess að kennarar hætta og finna sér annars konar störf. Hið sama á við þegar stofnanir eða fyrirtæki eru sameinuð. Þá er stundum ekki gætt nægilega að því álagi sem breytingarnar valda starfsfólki sem kannski er þegar undir miklu álagi,“ bætir Kristbjörg við. Á eldra fólk sama rétt á endurhæfingu og ungt fólk? „Já, endurhæfing hjá VIRK er ekki aldurs- tengd. Við höfum fengið hingað einstaklinga sem eru komnir yfir sextugt en vilja vera á vinnumarkaði til sjötugs. Þeir eiga jafnan rétt og þeir sem yngri eru. Fólk sem búið er að fjárfesta í löngu og dýru námi er gjarnan ekki með sömu lífeyrisréttindi og þeir sem lengi hafa verið á vinnumarkaðinum. Þetta er ein ástæða þess að sumir reyna að vinna svo lengi sem unnt er,“ segir Guðleif Birna. Við sjáum hér gífurlega mikinn árangur og fólk er afar þakklátt VIRK fyrir aðstoðina. Fyrir kemur að til okkar koma einstaklingar sem ekki hafa verið í vinnu í tugi ára en eru svo útskrifaðir héðan út á vinnumarkaðinn. Slíkir sigrar eru frábærir.“ 32 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.