Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 34
HORFUR UNGS FÓLKS
SEM ER HVORKI Í NÁMI NÉ VINNU
BJÖRK VILHELMSDÓTTIR félagsráðgjafi og sérfræðingur hjá VIRK
VETURINN
2017-2018 ER
ATVINNULEYSI
Á ÍSLANDI
RÚMLEGA 2%
SEM TELST LÍTIÐ
SAMANBORIÐ
VIÐ ÖNNUR LÖND
OG AÐRA TÍMA.
Þó eru í hverjum mánuði 1.000-1.400 manns
á atvinnuleysisskrá Vinnumálastofnunar á
aldrinum 16-29 ára þar af 600-800 sem
einungis eru með grunnskólamenntun
eða tæp 60% hópsins1. Lítil menntun
ungs atvinnulauss fólks helst í hendur við
þekkt brotthvarf íslenskra ungmenna úr
framhaldsnámi, sem er mest meðal vestrænna
ríkja innan OECD2 . Þessi hópur sem hvorki er
í vinnu, námi né í annarri skipulagðri þjálfun á
hættu á að verða félagslega einangraður, vera
með tekjur undir fátækramörkum og skorta
tækifæri til að bæta fjárhagsstöðu sína3. Slæm
félagsleg staða hefur neikvæð áhrif á heilsufar,
sérstaklega með tilliti til geðrænna sjúkdóma4.
Þá sýna ótal rannsóknir fram á tengsl óvirkni
og verri heilsu og/eða aukinnar notkunar
vímuefna. Eins virðist sem ýmsar raskanir
og sjúkdómar sem oft eru viðráðanlegir með
viðeigandi meðferð og félagslegum stuðningi
versni við óvirkni og félagslega einangrun5,6,7.
Við sem samfélag erum ekki að mæta þörfum
þessa hóps og ef fram heldur sem horfir bíður
margra langvarandi fátækt með tilheyrandi
heilsuleysi og síðar örorku, nema til komi
markviss starfsendurhæfing8.
NEET hópurinn
Ungt fólk sem hvorki er í vinnu né í námi
er á fagmáli nefndur NEET hópurinn. NEET
stendur fyrir Not in Employment, Education
34 virk.is