Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Qupperneq 35

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Qupperneq 35
 VIRK or Training. Í vestrænum heimi jókst hlutfall þessa hóps á árunum eftir 2008, en með markvissum aðgerðum hefur hlutfallið aðeins lækkað. Þó er meðaltal allra OECD landanna árið 2016 tæp 12%. Lægst er hlutfallið á Íslandi en árið 2015 voru 6,2% fólks á aldrinum 16-29 ára hvorki skráð í nám eða í starf. Þó hlutfallið sé lágt er fjöldinn talsverður eða 4.100 einstaklingar það ár9. Af þessum hópi fengu 42% atvinnuleysisbætur, 20% örorku- eða endurhæfingarlífeyri, 19% fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi og 19% voru ekki með skráða framfærslu og því líkast til á eigin framfæri eða fjölskyldu sinnar. Þó fólk utan náms og vinnu sem er í hættu á að vera félagslega útskúfað í samfélaginu til frambúðar með tilheyrandi heilsubresti verði ekkert að gert. Íslenska leiðin – brotthvarf og örorka Við Íslendingar erum oft sér á báti, enda finnum við stundum upp lausnir á þekktum vanda sem aðrar þjóðir hafa þróað árangursríkar leiðir til að mæta. Tvær séríslenskar leiðir tengjast ungu fólki sem hvorki er í vinnu né í námi; önnur er brotthvarf úr framhaldsskóla og hin er há tíðni örorku meðal ungs fólks. Norræna tölfræðistofnunin NOSOSCO staðfestir til að mynda að 5% fólks á aldrinum 16-39 ára er með örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi, á meðan hlutfallið er 2% á öllum hinum Norðurlöndunum. Ástæðan er meðal annars sú að hér á landi er hægt að fá varanlega örorku- eða endurhæfingarlífeyri frá 18 ára aldri. Í Danmörku fer fólk ekki á varanlega örorku fyrr en eftir 40 ára aldur, fram að því er boðið upp á starfsendurhæfingu og hlutastörf í samræmi við starfshæfni sé nokkur möguleiki á virkni. Í Svíþjóð er örorkulífeyrir fyrst greiddur eftir 30 ára aldur en fram að því fær fólk hlutfallslegar greiðslur eftir starfshæfni. Í Noregi er gert ráð fyrir greiðslum fyrir virkni í það minnsta til 26 ára aldurs nema fólk sé alvarlega fatlað og í Finnlandi eru ekki greiddar fullar örorkubætur fyrir 31 árs aldur11. Almannatryggingakerfin eru þannig verulega frábrugðin á Norðurlöndunum, en alls staðar utan Íslands má segja að gert sé ráð fyrir því að nýta starfshæfni fólks í lengstu lög og koma í veg fyrir varanlega óvirkni utan vinnu og eða náms. Í grein Guðrúnar Ragnheiðar Jónsdóttur í Ársriti VIRK síðasta árs má vel sjá hvernig Ísland sker sig einnig úr varðandi aukningu útgjalda vegna örorkulífeyris á meðan aðrar Norðurlandaþjóðir hafa dregið úr þeim útgjöldum um leið og áhersla á virkni jókst12. Margt bendir til þess að við köstum krónunni til að spara aurinn þar sem önnur velferðarútgjöld hér á landi eru talsvert undir sambærilegum útgjöldum á Norðurlöndunum11. Margvíslegar rannsóknir sýna fram á að skortur á stuðningi í upphafi erfiðleika og veikinda leiðir seinna til sjúkdóma sem verða illviðráðanlegir og leiða til varanlegrar örorku. Nýleg rannsókn Félagsvísindastofnunar 10 skoðaði meðal annars aðstæður þeirra sem fengu örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna sjúkdóma sem ekki voru meðfæddir. Voru það sjúkdómar tengdir stoðkerfi í 28% tilfella og geðsjúkdómar í 72% tilfella. Vandi þessa fólks birtist á margvíslegan hátt snemma á lífsleiðinni. 75% hópsins fann fyrir kvíða og/ eða þunglyndi strax í grunnskóla og 58% hafði litla trú á sér í grunnskóla. Svipaðar niðurstöður voru varðandi framhaldsskól- ann. Helmingur hópsins var mjög eða frekar sammála þeirri fullyrðingu að hann hefði fengið lítinn eða engan stuðning í grunnskóla og ríflega þriðjungur hafði þessa skoðun í framhaldsskóla. Lítil menntun einkennir hópinn en helmingur hópsins hafði eingöngu lokið grunnskólanámi og þriðjungur svar- enda hafði byrjað í framhaldsskóla en hætt áður en náminu lauk, oftast vegna veikinda, vanlíðunar og námserfiðleika. Í rannsókn Félagsvísindastofnunar er bent á mikilvægi þess að auka aðgengi að náms- og starfsráðgjöfum, félagsráðgjöfum og sálfræðingum í grunn- og framhaldsskólum í því skyni að veita mikilvægan stuðning og styðja fólk til að halda áfram námi. Þá kemur fram skýr vilji svarenda sem hefðu viljað fá slíkan stuðning á meðan á námi stóð. Brotthvarf úr íslenskum framhaldsskólum er það mesta sem þekkist í vestrænum heimi og er mest meðal þeirra sem standa verr hvað varðar líðan og námsgetu. Rannsóknir sýna að þeir sem hverfa frá námi geta staðið frammi fyrir skertum lífsgæðum, sálfélagslegum erfiðleikum og eiga á hættu að verða háðir þjónustu velferðarkerfisins13 . Hátt hlutfall brotthvarfs og hátt hlutfall ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi bendir eindregið til hins sama. Það þarf oft lítið til að breyta mjög miklu fyrir nemendur sem annars flosna upp úr námi. Því má ætla að stuðningur sem væri veittur af náms- og starfsráðgjöfum, sálfræðingum og skólafélagsráðgjöfum kosti mun minna fyrir samfélagið en sú þjónusta sem óvirkni fólks kallar á, í formi bótagreiðslna, félags- og heilbrigðisþjónustu og síðar starfsendurhæfingar8. Lesblinda mikill áhrifavaldur Þegar hugað er að ungu fólki sem hvorki er í vinnu né starfi þá er mikilvægt að greina stöðu hvers einstaklings og kortleggja tækifæri og hindranir. Lesblinda er dæmi um hindrun þegar kemur að námi og vinnu, þó svo hún geti einnig verið náðargáfa í sumum greinum þar sem þrívíddarskynjun lesblindra virðist nýtast t.d. í bifvélavirkjun og arkitektúr8. Slök lestrarfærni hefur hins vegar skýrt forspárgildi varðandi atvinnuleysi einstaklingar hafi hvorki verið skráðir í nám né vinnu þurfa ekki allir í hópnum að vera í vanda8. Rannsókn Félagsvísindastofnunar árið 2016 meðal yngra fólks sem nýlega (árin 2012-2015) hafði fengið örorku- eða endurhæfingarlífeyri vegna geðsjúkdóma og stoðkerfissjúkdóma sýnir að 38% fólks yngra en 30 ára sem nýtur örorku- eða endurhæfingarlífeyris eru í einhverju námi og 24% eru í einhverri vinnu 10 sem teljast verður jákvætt. Þá eru sumir þeirra sem eru á eigin framfæri eða fjölskyldu sinnar einfaldlega á ferðalögum að skoða heiminn. Eftir stendur að stór hluti, jafnvel tvö til þrjú þúsund manns á hverjum tíma, er ungt Þær raskanir sem hér eru nefndar eru oft meðfærilegar ef fólk fær tækifæri til að yfirvinna þær hindranir sem af þeim leiða, en versna ef fólk fær ekki tækifæri til þátttöku og verður óvirkt hvað varðar vinnu eða nám.“ 35virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.