Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 36
sem mældist tvöfalt hærra meðal þeirra sem
eru í lægsta þrepi í lestrarfærni í rannsókn
sem var gerð á ýmsum færniþáttum og
tengslum þeirra við atvinnulífið meðal 26
OECD ríkja árið 201214.
Í fyrrnefndri rannsókn Félagsvísindastofn-
unar meðal ungs fólks sem nýtur örorku-
eða endurhæfingarlífeyris kemur fram að
33% þeirra sem eru undir þrítugu hafa
verið greindir með lesblindu þrátt fyrir að
einungis um 4-5% landsmanna á sama
aldri ætti að hafa slíka greiningu. Enn fleiri
eða um 40% hafa greinst með athyglisbrest
með eða án ofvirkni og allt að 80% greina
frá kvíða eða þunglyndi. Þær raskanir sem
hér eru nefndar eru oft meðfærilegar ef fólk
fær tækifæri til að yfirvinna þær hindranir
sem af þeim leiða, en versna ef fólk fær ekki
tækifæri til þátttöku og verður óvirkt hvað
varðar vinnu eða nám.
Há tíðni lesblindu meðal íslenskra öryrkja
hvetur VIRK og aðra þjónustuaðila til að
skima fyrir þessari röskun og bjóða tækifæri
til að sporna gegn neikvæðum afleiðingum
hennar. Símenntunarmiðstöðvar um land allt
og Mímir símenntun á höfuðborgarsvæðinu
bjóða sérhæfð námskeið sem Fræðslu-
miðstöð atvinnulífsins hefur þróað til að
bæta stöðu lesblindra gagnvart námi og
vinnu. Þetta eru námskeiðin Aftur í nám og
Skref til sjálfshjálpar sem einnig eru greidd
af Fræðslumiðstöðinni á grundvelli laga
um framhaldsfræðslu nr. 27/2010. Aðrar
náms- og starfsendurhæfingarstöðvar hafa
einnig mætt eftirspurn vegna þessa vanda
svo sem Námsflokkar Reykjavíkur, Janus
endurhæfing og Hringsjá.
Vannýtt tækifæri
Íslenskt samfélag hefur í lögum og með
stefnumótun tryggt nokkuð vel réttindi
fólks sem stendur höllum fæti vegna
námserfiðleika eða hefur stutta formlega
skólagöngu, oft vegna brotthvarfs, sem
hamlar starfshæfni og frekara námi. Á
grunni laga um framhaldsfræðslu standa
nemendum margvísleg úrræði til boða sem
mæta þörfum þeirra meðal annars fyrir
styttri námsbrautum, annarskonar námsefni
og lengri námstíma. Hins vegar er það
dapurleg staðreynd að mörg þessara úrræða
eru vannýtt í dag8. Á síðustu misserum
hafa Mímir -símenntun, Námsflokkar
Reykjavíkur og Hringsjá þurft að fella niður
námskeið ætluð fólki með lesblindu og/eða
litla grunnmenntun vegna ónógrar þátt-
töku. Fjölsmiðjan í Kópavogi sem starfað
hefur við góðan orðstír er í sömu sporum.
Síðastliðin misseri hafa þar verið fjöldi
lausra plássa og búið að loka tímabundið
einni af starfsþjálfunardeildunum. Þetta er
á sama tíma og fjöldi fólks með lesblindu
og skyldar raskanir er hvorki í vinnu né
námi og nú í janúar 2018 voru 807 ungir
einstaklingar á skrá Vinnumálastofnunar
einungis með grunnskólamenntun og gætu
nýtt sér þessi tilboð. Hvað hindrar að ungt
fólk nýti þessi tækifæri er óvíst, en það er
viðfangsefni nýrrar rannsóknar höfundar
sem VIRK starfsendurhæfingarsjóður og
Lýðheilsusjóður styrktu. Fljótlega má vænta
niðurstaðna sem vonandi birtast í næsta
Ársriti VIRK.
Starfsendurhæfing, nám
og/eða vinna er svarið
Samfélagið þarf að láta sig varða unga fólkið
sem okkar eigin skólakerfi hefur ekki náð að
mæta. Samfélagið ber ábyrgð á brotthvarfi
úr framhaldsskólum sem að stórum hluta
er tilkomið vegna andlegra erfiðleika og
námserfiðleika sem hægt er að mæta, sé vilji
til þess. Norræna velferðarmiðstöðin (Nordic
centre for welfare and social issues) setti á
laggirnar rannsóknarverkefni undir heitinu:
Young people in the Nordic Region – Mental
health, Employment and Education árin
2014-2015. Á vegum þessa verkefnis voru
gerðar þrjár viðamiklar viðtalsrannsóknir
með ólíkar nálganir um ungt fólk sem hvorki
er í námi né vinnu og glímir við geðrænan
vanda. Hvort sem rannsóknirnar snéru að
fólki með geðheilbrigðisþjónustu eða þeim
sem fengu stuðning vegna atvinnuleysis
voru niðurstöður nánast þær sömu.
Ástæðurnar eru taldar þær að atvinnulausa
fólkið átti við geðræna erfiðleika að stríða
og unga fólkið með geðræna vandann var
hvorki í skóla né vinnu. Þetta var því sami
hópurinn. Niðurstöður rannsóknanna var í
meginatriðum að þörf er á stórbættu aðgengi
að geðheilbrigðisþjónustu í nærsamfélagi
og aðgengilegri þverfaglegari þjónustu í
tengslum við framhaldsskólana sem komi í
veg fyrir að unga fólkið hverfi frá námi. Til
að koma í veg fyrir að ungt fólk hætti námi
vegna erfiðleika sinna þarf annars konar
val um úrræði að vera í boði sem tekur við
þegar og ef skóla sleppir og kemur í veg fyrir
óvirkni. Unga fólkið bendir á mikilvægi þess
að minnka skrifræði sem þau sjá ofsjónum
yfir og að þeir sem þjónusta þau sjái og heyri
hvað þau hafi fram að færa í stað þess að líta
einungis á sjúkdómsgreiningar þeirra6.
Með öðrum orðum þá er það ekki lausn
að greiða fólki framfærslu sem duga ekki
til nauðþurfta og láta það afskiptalaust.
Slíkt leiðir til fátæktar sem er til lengri tíma
litið skaðleg heilsu einstaklinganna og
samfélaginu öllu. Því þurfa ráðgjafar og aðrir
sem vinna með ungu fólki að upplýsa það
um hversu alvarlegar afleiðingar það hefur
að hverfa frá námi og/eða hætta vinnu. Það
á ekki að vera sjálfsagt val og samfélagið
þarf fyrst að tryggja þann stuðning og
endurhæfingu sem hver og einn á rétt á og
virðist skila árangri samkvæmt erlendum
rannsóknum.
Við þurfum að skapa samfélag sem
gefur öllu fólki tækifæri, ekki síst þeim
sem búa við margvíslega erfiðleika. VIRK
starfsendurhæfingarsjóður ber ábyrgð
á því að bjóða þeim einstaklingum sem
glíma við heilsubrest sem hindrar þátttöku
á vinnumarkaði árangursríka starfsendur-
hæfingu og aðstoð við að komast út á
vinnumarkaðinn. En hvert og eitt okkar ber
líka ábyrgð meðal annars með því að sýna
fólki umburðarlyndi og bjóða það velkomið
á vinnustaði og í skóla á þeirra forsendum.
Þessi hópur hefur kvartað undan óbilgirni
á vinnumarkaði, skorti á sveigjanleika
og tækifærum á hlutastörfum sem aðrar
Norðurlandaþjóðir hafa lagt áherslu á í stað
örorku- og endurhæfingarlífeyris. Almennur
skilningur á mikilvægi virkrar þátttöku í
samfélaginu mun ýta undir líkurnar á að
ungt fólk grípi þau tækifæri sem samfélagið
býður upp á og þá getur hugmyndafræði
VIRK um virka framtíð þessa fólks orðið að
veruleika.
Við þurfum að
skapa samfélag
sem gefur öllu
fólki tækifæri, ekki
síst þeim sem búa
við margvíslega
erfiðleika.”
36 virk.is