Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 42
MÉR ÞYKIR MJÖG VÆNT UM VIRK VIRK STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐUR Á TÍU ÁRA AFMÆLI Í ÁR. MARGT OG MIKIÐ HEFUR BREYST Í ÍSLENSKU SAMFÉLAGI SÍÐAN ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS OG SAMTÖK ATVINNULÍFSINS AUGLÝSTU EFTIR FRAMKVÆMDASTJÓRA OG VIGDÍS JÓNSDÓTTIR TÓK TIL STARFA SEM SLÍKUR – MIKLUM MUN MEIRA HEFUR ÞÓ BREYST Í STARFI VIRK ÞENNAN ÁRATUG. VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK alltaf haft áhuga á því sem ég hef verið að gera hverju sinni. Ég setti á sínum tíma fyrir mig inntökuprófið hvað læknisfræðina varðar. Óttaðist að ná ekki inn og sitja þá uppi með ógreitt námslán. Eftir á séð hefði ég kannski átt að láta á þetta reyna. Hins vegar þýðir ekki að hugsa um slíkt núna, maður lifir lífinu áfram – ekki aftur á bak,“ segir Vigdís um leið og hún ber fram girni- lega rúllutertu og ristað brauð. „Kannski hefur þó áhugi minn á læknis- fræðinni valdið því að ég sótti inn í heilbrigðisgeirann – næstum eins og ósjálf- rátt. Fyrsta starfið mitt eftir háskólanám var hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga, ég gerðist hagfræðingur þess félags, vann þar í sjö ár og gekk vel. Mér fannst sérlega áhugavert að sjá hve hjúkrunarfræðingum þótti vænt um starfið sitt. Síðan ákvað ég að söðla um og fara til Danmerkur til að læra mannauðsstjórnun. Mér hefur alltaf líkað vel að vinna í nánum tengslum við fólk. Þegar ég kom heim eftir Ég horfi á þessa konu, hana Vigdísi Jónsdóttur framkvæmdastjóra VIRK, hita kaffi fyrir mig í eldhúsinu sínu í Hafnarfirði og fæ ekki varist þeirri hugsun að ætti ég að nefna eitthvað sem einkenni hennar persónu væri það orðið; birta. Hennar bjarta ára kann að eiga sinn þátt í hinum mikla vexti og árangri sem starfsemi VIRK einkennist af. Ég lærði hagfræði af því að ég vildi vera sjálfstæð og geta séð fyrir mér,“ svarar Vigdís þegar ég spyr hana, í framhaldi af ofannefndri hugsun, hvers vegna hún hafi valið hagfræðinám að loknu stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði. „Síðasta prófinu í menntaskóla, tvöföldu frönskuprófi, lauk ég sautjánda desember 1984. Svo fór ég upp á fæðingardeild og ól son þann nítjánda desember. Tuttugasta og fyrsta desember fékk ég að fara út og setja upp stúdentshúfuna með skólasystkinum mínum – síðan aftur upp á deild í þrjá daga. Þá lágu sængurkonur á fæðingardeild í fimm daga,“ segir Vigdís og hellir kaffi í bolla fyrir mig. „Satt að segja var ég óviss hvað ég ætti að læra eftir stúdentsprófið,“ bætir hún við. „Ég hafði haft áhuga á læknisfræði, var góð í líffræði og stærðfræði. Síðustu önnina í Flensborg tók ég hagfræðiáfanga og fannst sú grein líka áhugaverð. Reyndar hef ég 42 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.