Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 43

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 43
 VIÐTAL VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK En leiðarljós okkar hjá VIRK var að við ættum að koma til viðbótar þeirri þjónustu sem fyrir hendi var og markmiðið var skýrt – að koma sem flestu fólki aftur út á vinnumarkaðinn.“ það nám árið 2001 lágu störf ekki endilega á lausu. Mér bauðst samt starf hjá SKÝRR við innleiðingu á mannauðskerfum hjá ríki og Reykjavíkurborg. Þar starfaði ég í sex ár og var boðin stjórnunarstaða eftir þrjá mánuði. – Ég get ekki neitað því að mér fannst það gaman. Ég er metnaðarfull og finnst gaman að stjórna,“ segir Vigdís brosandi og sest andspænis mér við eldhúsborðið. Stjórnandi þarf að skapa sér virðingu „Hjá SKÝRR var ég með mjög góðan hóp af vel menntuðu fólki sem var á réttri hillu í starfi. Það er lærdómsríkt að fylgjast með fólki, sjá það þróast í starfi og gera sér grein fyrir hvernig hægt er að laða það besta fram hjá hverjum og einum. Stjórnandi þarf að skapa sér virðingu meðal starfsfólks en má þó ekki setja sig á háan hest. Maður þarf að vera maður sjálfur og manneskja – en samt að vera aðeins ofan við. Þetta er nauðsynlegt því stundum þarf að taka á erfiðum málum og vera fær um það. Stjórnunarstörf eru oft erfið og sumt fólk ræður maður hreinlega ekki við. Þannig er það bara. Ég hef vissulega átt ágætan stjórnunarferil – en hann hefur ekki bara verið beinn og breiður – ég hef í störfum mínum þurft að takast á við ýmsan vanda. Erfiðustu ákvarðanir sem ég hef tekið sem stjórnandi varða uppsagnir starfsfólks. Í þeirri stöðu er engin leið auðveld en hreinskiptni mikilvæg. Við slíkar aðstæður er þýðingarmikið að viðkomandi starfsmaður fái að halda eins mikilli reisn og auðið er.“ VIRK að mestu séríslensk hugmynd Hvernig varð VIRK til? „Samið var um stofnun VIRK í almennum kjarasamningum í febrúar 2008. Þá sömdu Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands um að stofna svokallaðan endur- hæfingarsjóð. Nokkrum mánuðum síðar komu síðan opinberir atvinnurekendur og stéttarfélög að verkefninu. Þetta var þríhliða samkomulag sem ríkið átti að koma að líka. Aðilum vinnumarkaðarins fannst ekki nóg 43virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.