Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 45
VIÐTAL
starfsemi og hversu flókið starfið yrði.
Við hjá VIRK erum að taka á móti veiku
fólki og það gerir maður ekki hvernig
sem er. Við komum inn í ýmis kerfi
sem fyrir voru, svo sem heilbrigðiskerfi,
félagskerfi og stéttarfélög. Það flækir málið
síðan að menn eru ekki alltaf sammála
um það hvernig beri að skilgreina
starfsendurhæfingu og hver beri ábyrgð
á hverju. En leiðarljós okkar hjá VIRK var
að við ættum að koma til viðbótar þeirri
þjónustu sem fyrir hendi var og markmiðið
var skýrt – að koma sem flestu fólki aftur
út á vinnumarkaðinn.
Hvernig átti að gera þetta og hverjar
áherslurnar ættu að vera var ekki eins ljóst.
Við höfum á þeim tíma sem VIRK hefur
starfað verið að finna út úr þessu og ég vil
meina að þeirri vegferð sé ekki lokið. Við
erum ennþá að átta okkur á hvar við eigum
að vera og það er ekki undarlegt – tíu ár er
ekki langur tími í slíkt verkefni.“
Hvernig gekk í upphafi?
„VIRK hóf starfsemi sína á miklum um-
brotatímum í íslensku samfélagi, rétt í þann
mund sem bankahrunið varð. Á sama tíma
og byggja átti þessa nýju þjónustu upp var
verið að skera niður fjármagn til ýmissa
ríkisstofnana. Mörgum fannst því að það fé
sem VIRK fékk hefði átt að fara í annað. Ég
hef skilning á þessu sjónarmiði en hef ávallt
bent á það að fjármagnið sem fór í VIRK var
ekki tekið frá öðrum stofnunum heldur kom
til viðbótar frá atvinnulífi og lífeyrissjóðum.
Þessar aðstæður ollu því hins vegar að erfitt
gat verið að fá fólk til samstarfs við VIRK
í upphafi. Áhugi Velferðarráðuneytisins
á VIRK var einnig lítill á þessum tíma –
ég var til dæmis ekki boðuð á fund sem
ráðuneytið boðaði til þar sem fjallað var um
starfsendurhæfingu.
Þegar Guðbjartur Hannesson varð vel-
ferðarráðherra breyttist margt. Hann var
einstakur maður. Ég minnist þess að hann
kom í heimsókn til okkar í VIRK og sagði:
„VIRK er til og verður til og nú skulum við
vinna saman.“ Eftir það varð samstarfið
við hið opinbera betra. Vissulega finnum
við þó stundum enn fyrir því að vera
ekki ríkisstofnun. Á móti kemur að aðilar
vinnumarkaðarins og stéttarfélögin standa
við bakið á starfsemi VIRK og hafa barist
fyrir henni. Hún snertir þeirra hagsmuni og
það ber ekki að vanmeta. Þetta hefur verið
ómetanlegur stuðningur í þeim ólgusjó sem
VIRK hefur siglt, það hefur ekki alltaf verið
eining um hvert stefna beri.“
Niðurskurður sem varð í kjölfar hrunsins í
heilbrigðisgeiranum hefur til dæmis valdið
því að við erum að fá til okkar hjá VIRK of
veikt fólk. Það er vandi sem þarf að vinda
ofan af í samstarfi við heilbrigðiskerfið. Fólk
á að fá betri hjálp áður en það kemur til
Ég ákvað að
mæta þessu með
því að spýta í. Þeir
Gylfi Arnbjörnsson
og Vilhjálmur Egils-
son voru sammála
mér þar – sögðu
sem svo: Nú þarf
fólk virkilega á
þessari þjónustu
að halda.“
af stjórnun, vinnu með heilbrigðisstéttum,
sem hefði innsýn inn í störf stéttarfélaga
og fleira mætti telja. Ég gerði samt ekkert í
málinu fyrr en umsóknarfrestur var nánast
runninn út. Þá datt mér allt í einu í hug
að senda inn ferilskrá og lét fylgja að hún
mætti vera með ef henta þætti.
Svo var ég kölluð í viðtal. Það var að vissu
leyti skondin upplifun. Ég reyndi ekki að
„selja mig“ á nokkurn hátt – sagðist meira
að segja ekki vera viss um að ég hefði
áhuga á þessu starfi. Þessu var ótrúlega
vel tekið og ég vandlega upplýst um hvað
starfið fæli í sér. Ég hlustaði og sagði fátt.
Í lok viðtalsins sagði ég þó: „Mér leiðist að
fara með lofræður um sjálfa mig – ég hef
hins vegar alltaf náð árangri í því sem ég
hef tekið mér fyrir hendur. Þið getið hringt í
meðmælendur og fengið það staðfest.“
Þegar ég kom út varð ég ergileg út í sjálfa
mig, fannst að ég hefði getað sagt meira
um áhuga minn á starfinu. Svo ég sendi
póst, þakkaði fyrir viðtalið og sagði að mér
þætti þetta starf mjög áhugavert. Nokkur
tími leið. Talað var við fleiri af þeim fimmtíu
sem sóttu um starfið og ég var send í
persónuleikapróf. Það er gjarnan gert
þegar ráðið er í svona störf. Síðan var haft
samband við mig og mér boðið starfið.
Áður en ég byrjaði hjá VIRK en eftir að ég var
búin að ráða mig fór ég í frí með manninum
mínum til Svartfjallalands. Í flugvélinni
fékk ég mér hvítvínsglas og fannst ég allt
í einu verða svo frjó í huga gagnvart hinu
nýja starfi að ég yrði að skrifa hugmyndir
mínar niður. Eina sem ég gat skrifað á voru
ælupokarnir frá Croatia Airlines. Þannig
skrifaði ég fyrstu drögin að starfsemi VIRK
og öðru hvoru rekst ég á þessa poka þegar
ég fletti gömlum skjölum.“
Skýrt markmið að koma sem
flestum út á vinnumarkað
„Þegar ég kom til starfa byrjaði ég á að
kaupa fartölvu og settist með hana inn í
skrifstofuhorn hjá ASÍ. Ég fékk fjármagn í
hendurnar og hóf hikandi starfsemina. Ég
vissi satt að segja á þessum tímapunkti
harla lítið út í hvað ég væri að fara.
Þá þegar hafði ég þó rætt við sérfræðinga
í endurhæfingu og hélt því nú áfram. Ég
vildi eiga samvinnu við til dæmis lækna,
sálfræðinga og sjúkraþjálfara. Ég hafði ekki
hugmynd um hvers konar fólk myndi leita
til VIRK. Ég held að enginn hafi þá gert sér
grein fyrir hversu mikil þörf væri á þessari
Ekkert lát á eftirspurn
Óx VIRK hratt?
„Já, mjög hratt, á tímabili voru langir bið-
listar eftir þjónustu og sú er einnig raunin
í dag því miður. Ég hélt lengi vel að verið
væri að „taka kúfinn“ af þörfinni hjá fólki
eftir starfsendurhæfingu. En það er ekkert
lát á eftirspurninni eftir samstarfi við VIRK
hjá þeim sem einhverra hluta vegna eru
ekki lengur úti á vinnumarkaðinum.“
Hverjar eru helstu orsakir þess að fólk
leitar til VIRK?
„Flest fólk sem leitar eftir þjónustu VIRK
á í vanda vegna stoðkerfis eða geðrænna
kvilla. Mjög mörgum tekst í samstarfi við
VIRK að endurhæfast og komast til starfa
á vinnumarkaðinum. En það er þó alltaf
einhver hópur sem ekki tekst að endurhæfa.
Orsökin liggur stundum í því að fólk er of veikt
þegar það kemur til okkar. Það hefði þurft
að fá meiri hjálp innan heilbrigðiskerfisins
áður en það færi í starfsendurhæfingu
eða heilsubresturinn er það alvarlegur að
endurkoma á vinnumarkað er ekki raunhæf.
45virk.is