Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 47

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 47
 VIÐTAL Við erum með núna um tvö þúsund og fjögur hundruð einstaklinga í þjónustu. Þeir hafa snertifleti við alla þessa fjölmörgu aðila í kerfinu. Það fer ekki hjá því að í leiðinni verðum við hjá VIRK vör við ýmsa bresti í öllu þessu kerfi.“ Hvernig gengur að fá vinnu hjá fyrirtækjum fyrir þjónustuþega VIRK? „Það er farið að ganga betur, sérstaklega eftir að við fórum markvisst af stað til að leita eftir slíku. Hluti af starfsmönnum VIRK í Guðrúnartúni eru svokallaðir atvinnu- lífstenglar. Þeir fara með fólki út í fyrirtækin og leita eftir störfum. Bjóða samstarf við VIRK. Þegar losnar starf sem hentar er haft samband. Við hjá VIRK eigum líka að láta vita þegar til okkar kemur fólk sem við teljum að geti verið eftirsóknarverðir starfskraftar í ákveðin störf. Stundum fer fólk til vinnu með svokallaðan starfssamning, þ.e. Trygg- ingastofnun ríkisins borgar á móti fyrirtæk- inu. Hitt er þó alveg eins algengt að fyrirtæki borgi launin að fullu. Þessi vaxandi þáttur í okkar starfsemi hefur gengið vonum framar. Við getum ekki ætlað fólki sem á við vanda að stríða, jafnvel ævina á enda, að fara út á vinnumarkaðinn hjálparlaust. Þess vegna höfum við undanfarið lagt aukna áherslu á að hjálpa þessu fólki lengra út í atvinnulífið og við lítum á það sem hluta af starfs- endurhæfingarferlinu. Á því sviði tel ég að VIRK muni m.a. vaxa. Á sama tíma stöndum við vörð um ráðgjafana okkar sem eru í hinum persónulega stuðningi og beinist aðallega að því að byggja upp sjálfsmynd einstaklingsins. Þetta er því margþætt.“ Er mikil þörf á að styrkja innviði kerfisins? „Já, það er víða þörf á að styrkja innviði en hér er líka verið að gera margt vel. Því má ekki gleyma né vanmeta. Það er til staðar mikið af þjónustu þar sem unnið er gott starf. Þar sem við þurfum sérstaklega að gera betur er á sviði geðheilbrigðisþjónustu og heilsugæslu. Ef til dæmis boðið væri upp á sálfræðiþjónustu fyrr í ferlinu þá myndu færri þurfa að koma til okkar í VIRK. Stjórn- völd hafa lýst því yfir að einmitt á þessu sviði ætli þau að gera betur svo ég leyfi mér að vera bjartsýn hvað það varðar.“ Manneskjan bak við stjórnandann Hvernig líður þér þegar þú nú horfir yfir tíu ára vegferð VIRK? „Ég er fyrst og fremst þakklát og finnst það ákveðin forréttindi að hafa fengið tækifæri til að gera þetta. Mér þykir mjög vænt um VIRK. Ég hefði ekki lagt mig meira fram þótt ég hefði átt þetta fyrirtæki sjálf. Ég er líka Við getum ekki ætlað fólki sem á við vanda að stríða, jafnvel ævina á enda, að fara út á vinnumarkaðinn hjálparlaust. Þess vegna höfum við undanfarið lagt aukna áherslu á að hjálpa þessu fólki lengra út í atvinnulífið og við lítum á það sem hluta af starfsendur- hæfingarferlinu.“ Vigdís hlaut stjónendaverðlaun Stjórnvísi árið 2015. 47virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.