Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 49
VIÐTAL
uppgötvað hluti um sjálfa mig sem ég vissi
varla að væru til, svo sem sköpunarþrána.
Ég fæ útrás fyrir hana til dæmis í prjónaskap
– en þó miklu fremur í tónlist. Fólk sem hefur
verið í þjónustu hjá VIRK talar stundum um
að sköpun hafi fært því bata. Sköpunargleðin
er án efa ein af leiðum fólks til betra lífs. Það
er mikilvægt að geta nýtt þá hæfileika sem
búa með manni.“
Hverskonar tónlist stundar þú?
„Maðurinn minn gaf mér harmóniku í af-
mælisgjöf þegar ég varð fertug. Ég talaði
stundum í gríni um að læra á nikku þegar
ég yrði gömul. Honum fannst ég ekki
þurfa að bíða með það. Sem stelpa var ég
í kór Öldutúnsskóla og fékk þar ákveðið
tónlistaruppeldi. Einnig lærði ég í stuttan
tíma á píanó. Svo komu börnin og námið til
sögunnar – ég hef þó alltaf verið í kórum af og
til – sem „mjóróma altrödd,“ ef svo má segja.
Þegar ég fékk harmónikuna fór ég til Karls
Jónatanssonar til að læra á hana. Við vor-
um þrjú saman í tímum hjá honum, einn
bifvélavirki, útfararstjóri og svo ég. Þetta
var hið skemmtilegasta. Kalli var mjög
hvetjandi og sagði fljótlega við mig að ég
gæti orðið góður harmónikuleikari. Þótt
ég hafi gaman af músik og dansi er ég
samt ekkert náttúrubarn í tónlist. Ég hef
þurft að hafa fyrir að læra á nikkuna og
ég geri það bara fyrir mig. Kannski hefur
maðurinn minn stundum verið þreyttur á
að hlusta á mig hjakka á nikkuna. En mér
fór fram. Svo var ég svo heppin að kynnast
Hildi Petru Friðriksdóttur og hef spilað
talsvert með henni og við gáfum saman út
harmónikudisk fyrir nokkrum árum síðan.
Einnig hef ég æft talsvert undanfarið með
Haraldi Reynissyni, Halla Reynis – við erum
raunar nýlega búin að taka upp lag saman
– Motherland. Þar syngur hann og spilar
á gítar og ég sé um harmónikuna og syng
aðeins bakrödd. Við stefnum að því að taka
upp fleiri lög og gefa út disk á þessu ári.“
Er tónlistariðkunin góð útrás fyrir
stjórnandann?
„Já hún er það. Stundum þegar ég spila finn
ég innra með mér ríka hamingjutilfinningu.
Sú tilfinning kemur ekki til manns á hverjum
degi. Ég segi ekki að ég sé ekki ham-
ingjusöm í starfi mínu hjá VIRK – en það er
öðruvísi hamingja. Ég veit að á einhverjum
tímapunkti fer VIRK frá mér – en ég vona
að harmónikan yfirgefi mig aldrei.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Fólk sem hefur
verið í þjónustu hjá
VIRK talar stundum
um að sköpun hafi
fært því bata.“
Hildur Petra og Vigdís við upptökur.
49virk.is