Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 50

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 50
AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK HJÁ VIRK STARFA NÚ 45 STARFSMENN Í 40,2 STÖÐUGILDUM, 42 KONUR OG 3 KARLAR. RÁÐGJAFAR VIRK SEM STARFA HJÁ STÉTTARFÉLÖGUM OG LÍFEYRISSJÓÐUM UM ALLT LAND ERU 51 TALSINS Í 49,4 STÖÐUGILDUM, 47 KONUR OG 4 KARLAR. MANNAUÐUR VIRK VELFERÐ OG LIÐSHEILD ER LYKILL AÐ FARSÆLD Síðustu ár hefur VIRK unnið markvisst að bættri velferð og eflingu liðsheildar meðal starfsmanna til að auka vellíðan og starfsánægju. Samskiptasamningur Á vordögum síðasta árs var haldin vinnustofa með starfsmönnum um mikilvægi góðra samskipta á vinnustað og við gerðum með okkur „Samskiptasamning“. Tilgangur með gerð svona samnings er að starfsmenn upplifi vellíðan í vinnu og sálrænt öryggi og ákveði í sameiningu hvernig hegðun þeir vilji að ríki á vinnustaðnum. Afurð þessa dags voru níu innihaldsríkar setningar sem við erum stolt af og starfsmenn hvattir til að starfa eftir, ásamt gildum VIRK sem eru metnaður, virðing og fagmennska. Skipulagður sveigjanleiki VIRK fór einnig í lok síðasta árs af stað með tilraunaverkefni til sex mánaða sem kallast „Skipulagður sveigjanleiki“. Þetta verkefni miðar að því að því að auka starfsánægju og aðstoða starfsmenn við að takast á við vinnutengt álag. Við viljum vera í fararbroddi vinnustaða sem stíga fram og takast á við þá streitu sem er á vinnumarkaði og tölur VIRK vitna til um. 50 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.