Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 56
námskeiðið en sú niðurstaða skrifast á
mig sjálfa. Farið var í Word, Excel og eitt-
hvað fleira á þessu byrjunarnámskeiði – ég
hreinlega náði ekki að fylgjast með að gagni.
Hugmyndin að baki tölvunáminu var að ef ég
hefði tölvukunnáttu gæti ég hugsanlega unnið
á skrifstofu. Það hefði ég ekki getað. Ég sagði
bæði ráðgjafanum hjá VIRK og kennaranum
á námskeiðinu frá þeirri niðurstöðu minni.
Eigi að síður þótti mér þetta bæði skemmtileg
og áhugaverð reynsla.“
Ertu búin að ná heilsu?
„Ef ég passa mig og geri bakæfingar sem
mér voru kenndar þá gengur þetta. Fyrir
kemur að ég leggst á bakið í vinnunni og
geri æfingar. Um daginn voru tvær dömur í
sundlauginni. Þær sáu mig á gólfinu og fóru
að hvíslast á. Svo komu þær til mín til að
athuga hvort ekki væri allt í lagi með mig.
Ég sagði svo vera – ég væri bara að gera
æfingar.“
Þú ert sem sagt farin að vinna?
„Já, ég er komin í vinnu og það fyrr en ég
bjóst við. Ég fékk starf við Sundlaug Sjálfs-
bjargarheimilisins að Hátúni 12. Þessi vinna
var auglýst. Ég var þá í sundleikfimitímum
Gigtarfélagsins í umræddri sundlaug. Ég
fór að spyrja um þessa vinnu, í hverju hún
fælist og svo framvegis. Svo hugsaði ég: „Æ
– ég er ekkert að sækja um þetta.“ Nokkru
síðar kom ég í sundleikfimi og frétti að búið
væri að ráða í starfið. Í sumar kom ég svo í
laugina í leikfimi hjá Gáska. Ég var að fara
ofan í laugina þegar sundlaugarvörðurinn
kallaði á mig og bað mig að ræða við sig.
Ég gerði það. „Þú sóttir aldrei um vinnuna?“
sagði vörðurinn. Nei, ég sagðist ekki hafa
gert það. „Hefur þú áhuga á starfinu?“ Já,
ég kvaðst hafa það. „Viltu þá ekki bara fara
upp og tala við yfirmanninn?“ Jú, ég vildi
það. „Má ég samt ekki klára tímann fyrst og
fara svo?“ sagði ég. Það var velkomið. Ég
ræddi svo við yfirmanninn og niðurstaðan
varð að ég gerðist sundlaugarvörður við
Sjálfsbjargarlaugina. Segja má að ég hafi
farið „upp úr djúpu lauginni og stokkið svo
beint út í hana aftur“.
Mér líkar þetta starf harla vel. Það var vel
tekið á móti mér. En starfið er ólíkt því sem
ég hef áður stundað. Ég hef þurft að venjast
því að taka það mun rólegar en áður – miðað
við starfið á öldrunarheimilinu.“
Væri ekki í vinnu nema
fyrir VIRK
Hvað viltu segja um reynslu þína af
samstarfinu við VIRK?
„Þegar ég fékk starfið sem sundlaugarvörður
var ég komin á það stig að ráðgjafinn og ég
vorum farin að ræða um að ég mætti fara
að líta í kringum mig – sækja um og þannig
lagað. Svo fékk ég bara þessa vinnu upp í
hendurnar. Ég er í hundrað prósent vinnu
og ræð við það. Slíkt hefði ég ekki getað
hefði ég ekki leitað til VIRK. Gott er líka að
vita að ég get rætt við ráðgjafann minn ef ég
þarf næsta árið.
Hvað snertir reynslu mína af VIRK þá var
það „heildarpakkinn“ sem virkaði fyrir mig.
Sú samhæfing sem sérfræðingar VIRK hafa
komið á fyrir fólkið sem leitar þar samstarfs. Öll
meðferðarúrræðin sem mér voru fengin unnu
svo vel saman að þau hafa hjálpað mér til betri
heilsu og nýs lífs. Framtíðarsýnin er því björt.“
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
83%
Eru ánægð
með þjónustu VIRK
90%
Finnst viðmót
ráðgjafa VIRK gott
83%
Finnst ráðgjafar VIRK
vera hvetjandi
Úr þjónustukönnun Gallup meðal einstaklinga
í þjónustu VIRK haustið 2017.
56 virk.is