Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 57

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 57
 VIRK ÞJÓNUSTUAÐILAR ÁSTA SÖLVADÓTTIR verkefnisstjóri hjá VIRK V IRK átti sem fyrr í árangursríku samstarfi við fagfólk um land allt á árinu 2017. Rúmlega 500 þjónustuaðilar störfuðu sem samstarfsaðilar VIRK á landsvísu á árinu og tekur fagfólk á hverju landsvæði virkan þátt í þróun faglegrar þjónustu í starfsendurhæfingu í samvinnu við ráðgjafa og sérfræðinga VIRK. Á árunum 2017-18 er unnið að því að þrepaskipta faglegri þjónustu í starfsendurhæfingu á vegum VIRK. Með því að þrepaskipta þjónustu er hægt að mæta þörfum einstaklinga á sem bestan hátt með því að bjóða upp á þjónustu sem er sniðin að heilsubresti/ hindrunum hvers og eins. Má þar nefna allt frá almennri þjónustu sem hentar flestum, til sérhæfðs þverfaglegs inngrips ef um alvarlegan vanda er að ræða1. Þrepaskiptingin er liður í innleiðingu nýs upplýsingakerfis hjá VIRK sem tekið verður í notkun á vormánuðum 2018 og er ætlað að auka skilvirkni og gæði þjónustunnar. Við þróun á þrepaskiptingu þjónustu í starfsendurhæfingu hjá VIRK voru eftirfarandi leiðbeiningar hafðar til hliðsjónar: Klínískar leiðbeiningar í sálfræðimeðferð og sjúkraþjálfun frá National Institute for Health and Care Excellence (NICE)2, ICF flokkunarkerfið (Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu)3, Hæfnirammi um íslenska menntun4 og gæðahandbók VIRK. Klínískar leiðbeiningar (clinical guidelines) eru leiðbeiningar um verklag, unnar á kerfisbundinn hátt, til stuðnings starfsfólki í heilbrigðisþjónustu og almenningi við ákvarðanatöku við tilteknar aðstæður. Þær taka mið af bestu þekkingu á hverjum tíma og eru lagðar fram í því skyni að veita sem besta meðferð með sem minnstri áhættu án óhóflegs kostnaðar5. ICF flokkunarkerfið er gefið út af Alþjóðaheilbrigðismálastofn- uninni WHO til að samræma skráningu á heilsutengdri færni og færniskerðingu og lýsir færni frá ólíkum sjónarhornum6. ÁRANGURSRÍKT SAMSTARF VIÐ FAGFÓLK UM LAND ALLT OG NÝ ÞREPASKIPTING ÞJÓNUSTU Í STARFSENDUR- HÆFINGU 57virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.