Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 59

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 59
 VIRK Heimildir 1. Waddell, G. Burton, A.K. og Kendall, N.A.S. (2008, bls. 40). Vocational rehabilitation. What works, for whom, and When? https://www.gov.uk/ government/uploads/system/uploads/ attachment_data/file/209474/hwwb- vocational-rehabilitation.pdf 2. Klínískar leiðbeiningar frá National Institute for Health and Care Excellence (NICE): https://www.nice. org.uk/guidance 3. Alþjóðlega flokkunarkerfið um færni, fötlun og heilsu (ICF-International Classification of Functioning, Disability and Health): https://www. landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/ flokkunarkerfi/icf/ 4. Hæfnirammi um íslenska menntun (2016). https://www.stjornarradid.is/ media/menntamalaraduneyti-media/ media/frettatengt2016/Haefnirammi- um-islenska-menntun.pdf 5. Embætti landlæknis (sótt 13.2.2018) á: https://www.landlaeknir.is/ gaedi-og-eftirlit/heilbrigdisstarfsfolk/ klininskar-leidbeiningar/ 6. ICF (sótt 13.2.2018) á: https://www. landlaeknir.is/tolfraedi-og-rannsoknir/ flokkunarkerfi/icf/ 7. Áhugasviðsgreining: http://www. naestaskref.is/ 8. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: http:// frae.is/ Um 100 símenntunaraðilar um allt land veita ráðgjöf og fræðslu sem auka möguleika einstaklinga á vinnumarkaði. Þjónustan felur meðal annars í sér áhugasviðsgreiningar7, hæfnigreiningar, raunfærnimat, nám á vottuðum námsleiðum8 auk fjölmargra styttri námsleiða og námskeiða sem auka möguleika á vinnumarkaði. Fjöldi þjónustuaðila veitir einnig atvinnu- tengda þjónustu og má þar helst nefna vinnuprófanir, úttekt og ráðgjöf og stuðning á vinnustað við endurkomu til vinnu sem og úrræði sem miða að því að búa einstaklinga undir atvinnuleit. Eins veita fjölmargir fag- aðilar ýmsa ráðgjöf og meðferð. Hópur útlendinga leitar einnig til VIRK og er veittur ýmiss sértækur stuðningur fyrir þennan hóp t.d. túlkaþjónusta og íslenskunámskeið. VIRK er með samning við átta starfsendur- hæfingarstöðvar um allt land en það er liður í því að tryggja að til staðar sé fagleg þekking og reynsla á sviði starfsendurhæfingar um allt land. Á starfsendurhæfingarstöðvum er unnið með þær hindranir sem eru til staðar og samhliða því unnið með styrkleika einstaklings og þeir tengdir við möguleg störf á vinnumarkaði. Samstarf VIRK og starfsendurhæfingastöðva byggist á reglu- legum þverfaglegum rýnifundum þar sem farið er markvisst yfir mál einstaklinga sem eru í þjónustu starfsendurhæfingarstöðva á vegum VIRK. Farið er yfir hvað hefur áunnist og lagðar línur varðandi framhaldið. Markmið samvinnunnar er að auka og bæta upplýsingaflæði á milli endurhæfingaraðila, auka skilvirkni og fagleg vinnubrögð með það fyrir augum að bæta þjónustu við einstaklinginn. Þetta aukna samstarf hefur gefið góða raun. Kaup VIRK á þjónustu fagaðila hafa aukist mikið á undanförnum árum en árið 2017 námu þau rúmlega 1.259 milljónum króna og hækka frá árinu áður eins og sjá má á mynd 2. Hækkun milli ára skýrist að stærstum hluta vegna fjölgunar einstaklinga í þjónustu auk þess sem enn stærri hópur glímir við fjölþættan vanda. Kostnaður vegna sálfræðiþjónustu hefur til að mynda aukist og má rekja hækkunina meðal annars til þyngri hóps í þjónustu. Vorið 2017 var haldin hugmyndasamkeppni til að auka fjölbreytni í þjónustu fyrir ungt fólk. Í kjölfarið hefur orðið aukning á kaupum á slíkri þjónustu. Einnig hefur kostnaður vegna aðkeyptrar þjónustu hækkað í takt við almennar launahækkanir. Mynd 3 sýnir skiptingu útgjalda milli mismunandi tegunda af þjónustu á árinu 2017. Hlutfallsleg skipting útgjalda á árinu 2017 vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum Þróun útgjalda vegna aðkeyptrar þjónustu frá fagaðilum um allt land á árunum 2010-2017 Sálfræðiþjónusta Sjúkraþjálfun Sérhæfð starfsendurhæfingar- úrræði Nám og námskeið Heilsuefling / líkamsrækt Atvinnutengd úrræði Önnur úrræði 1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0 Útgjöld á ári í millj. kr. 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Mynd 2 Mynd 3 19% 5% 62% 7% 3% 2% 2% 59virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.