Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 61
 VIRK í takt við þá staðreynd að nýgengi örorku vegna geðraskana hér á landi hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 20164. Frá Danmörku berast þær fréttir að fjöldi barna og unglinga sem eru greind með kvíða eða þunglyndi hafi þrefaldast á sl. 10 árum5. Í Læknablaðinu árið 2013 birtist viðtal við Arnór Víkingsson, gigtarlækni, þar sem fram kemur að vefjagigt sé „ein birtingarmynd langvinnra, útbreiddra stoðkerfisverkja en samkvæmt erlendum rannsóknum eru um 8-11% þýðis með slíka verki. Af þeim er um þriðjungur með vefjagigt og það segir okkur að hér á landi eru sennilega um 10.000 manns með vefjagigt“6. þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D-vítamín nær ekki að myndast í húðinni“7. Á vef breska heilbrigðiskerfisins, NHS, er sérstaklega bent á að þeir sem eru mikið innandyra eða klæðast fötum utandyra sem hylja mestallan líkamann þurfi að passa að taka inn D-vítamín8. Hér hvarflar hugurinn að unga fólkinu sem margt hvert stundar mun minni útiveru en áður og neytir þess utan oft ekki D-vítamínríkrar fæðu á borð við feitan fisk. ef einstaklingur er lítið útsettur fyrir sól skuli hafa D-vítamínskort í huga við greiningu vefjagigtar13. Á vef hins virta tímarits BMJ yfir gagnreyndar aðferðir er D-vítamínskortur einnig talinn upp sem mismunagreining fyrir vefjagigt14. Rannsóknir hafa sýnt að verkjaupplifun minnki eftir inntöku D-vítamíns. Þannig sýndi samanburðarrannsókn á 30 vefja- gigtar sjúklingum með lágt D-vítamín gildi sem gefið var D-vítamín í 25 vikur enn töluvert minni verkjaupplifun 24 vikum eftir að D-vítamíngjöf var hætt. Einnig bætti meðferðarhópurinn sig verulega hvað varðar líkamlega virkni og morgunþreytu15. Í töflu 1 má sjá helstu einkenni kvíða, þung- lyndis og vefjagigtar borin saman við helstu einkenni skorts á D-vítamíni, járni og B-12 vítamíni auk einkenna skjaldvakabrests. Upplýsingarnar eru fengnar af vefsíðum breska heilbrigðiskerfisins, NHS, og Mayo Clinic. Hér fyrir aftan verður fjallað örlítið nánar um skort á fyrrnefndum efnum auk skjaldvakabrests. D vítamín D-vítamín er stundum nefnt sólskins- vítamínið því líkaminn framleiðir það við útsetningu húðar á sólarljósi. Einmitt þess vegna eru þeir sem búa norðarlega á hnettinum þar sem sólar nýtur í minni mæli í meiri hættu á að fá D-vítamínskort. Í grein Laufeyjar Steingrímsdóttur frá árinu 2011 kemur eftirfarandi m.a. fram: „Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af Talið er að 20 til 80% af Bandaríkjamönnum, Kanadabúum og Evrópubúum séu með D-vítamínskort. Skynsamleg útsetning fyrir sólarljósi er góð uppspretta D-vítamíns en hafa þarf í huga að sólarvörn og dökkur húðlitur hamlar framleiðslu D-vítamíns í húð9. D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki við beinmyndun en einnig stóru hlutverki í ónæmiskerfi líkamans10. Skortur á D-víta- míni getur valdið beinkröm hjá börnum og beinmeyru (osteomalaciu) hjá fullorðnum sem einkennist af óljósum verkjum og eymslum í beinum og vöðvum auk sífelldrar þreytu. Þessi einkenni eru nánast þau sömu og einkenni vefjagigtar en Dr. Holick, sem er sá aðili sem hefur rannskað D-vítamín hvað mest, heldur því einmitt fram að beinmeyra sé oft misgreind sem vefjagigt, síþreyta eða jafnvel liðagigt11,12. Nýleg grein sem birtist í Pain Reports rennir stoðum undir þessa kenningu og benda höfundar á að Önnur rannsókn frá árinu 2016 sýndi að einstaklingar með einkenni frá stoðkerfi og þ.m.t. sumir með greinda vefjagigt upplifðu minni verki í kjölfar D-vítamíngjafar. Þátttakendunum, 58 talsins, voru gefnar 50.000 alþjóðlegar einingar af D-vítamíni á viku í 3 mánuði. D-vítamín gildi þátttakenda fór frá 10,6 +/- 5,1 ng/mL upp í 46,5 +/- 24,0 ng/mL (P < 0.001). Verkjaupplifun var marktækt minni og fjöldi þeirra sem mældist jákvæður fyrir vefjagigtargreiningarviðmið fór úr 30 (52%) fyrir meðferðina í 20 (34%) eftir meðferðina (P = 0.013) og voru 85% sjúklinganna ánægðir með meðferðina. Höfundar draga þá ályktun að meðferð með D-vítamíni hafi áhrif á verki í stoðkerfi, þunglyndiseinkenni og lífsgæði og telja að sjúklingar með langvarandi verki í stoðkerfi ættu að undirgangast rannsókn vegna hugsanlegs D-vítamínskorts16. Í yfirlitsrannsókn á tengslum D-vítamíns og EINKENNI / VANDI JÁRNSKORTUR D-VÍTAMÍN skortur B12 skortur SKJALDVAKBR. VEFJAGIGT KVÍÐI ÞUNGLYNDI Aukinn/hægari hjartsláttur X X X X X Breytingar á þyngd X X X Depurð X X X X X Dofi X Fölvi í húð X Einbeitingarskortur/Heilaþoka X X X X X Höfuðverkur X X Kulsæli X X Magnleysi/þreyta X X X X X X X Minnistruflanir X X Mæði X X Óróleiki X Svefntruflanir X X X Týðar sýkingar X Tunga aum/rauð X X Útbreiddir verkir X X X Tafla 1 61virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.