Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 61

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 61
 VIRK í takt við þá staðreynd að nýgengi örorku vegna geðraskana hér á landi hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 20164. Frá Danmörku berast þær fréttir að fjöldi barna og unglinga sem eru greind með kvíða eða þunglyndi hafi þrefaldast á sl. 10 árum5. Í Læknablaðinu árið 2013 birtist viðtal við Arnór Víkingsson, gigtarlækni, þar sem fram kemur að vefjagigt sé „ein birtingarmynd langvinnra, útbreiddra stoðkerfisverkja en samkvæmt erlendum rannsóknum eru um 8-11% þýðis með slíka verki. Af þeim er um þriðjungur með vefjagigt og það segir okkur að hér á landi eru sennilega um 10.000 manns með vefjagigt“6. þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum. Sérstaklega er það áberandi að vetri til þegar sól er lágt á lofti og D-vítamín nær ekki að myndast í húðinni“7. Á vef breska heilbrigðiskerfisins, NHS, er sérstaklega bent á að þeir sem eru mikið innandyra eða klæðast fötum utandyra sem hylja mestallan líkamann þurfi að passa að taka inn D-vítamín8. Hér hvarflar hugurinn að unga fólkinu sem margt hvert stundar mun minni útiveru en áður og neytir þess utan oft ekki D-vítamínríkrar fæðu á borð við feitan fisk. ef einstaklingur er lítið útsettur fyrir sól skuli hafa D-vítamínskort í huga við greiningu vefjagigtar13. Á vef hins virta tímarits BMJ yfir gagnreyndar aðferðir er D-vítamínskortur einnig talinn upp sem mismunagreining fyrir vefjagigt14. Rannsóknir hafa sýnt að verkjaupplifun minnki eftir inntöku D-vítamíns. Þannig sýndi samanburðarrannsókn á 30 vefja- gigtar sjúklingum með lágt D-vítamín gildi sem gefið var D-vítamín í 25 vikur enn töluvert minni verkjaupplifun 24 vikum eftir að D-vítamíngjöf var hætt. Einnig bætti meðferðarhópurinn sig verulega hvað varðar líkamlega virkni og morgunþreytu15. Í töflu 1 má sjá helstu einkenni kvíða, þung- lyndis og vefjagigtar borin saman við helstu einkenni skorts á D-vítamíni, járni og B-12 vítamíni auk einkenna skjaldvakabrests. Upplýsingarnar eru fengnar af vefsíðum breska heilbrigðiskerfisins, NHS, og Mayo Clinic. Hér fyrir aftan verður fjallað örlítið nánar um skort á fyrrnefndum efnum auk skjaldvakabrests. D vítamín D-vítamín er stundum nefnt sólskins- vítamínið því líkaminn framleiðir það við útsetningu húðar á sólarljósi. Einmitt þess vegna eru þeir sem búa norðarlega á hnettinum þar sem sólar nýtur í minni mæli í meiri hættu á að fá D-vítamínskort. Í grein Laufeyjar Steingrímsdóttur frá árinu 2011 kemur eftirfarandi m.a. fram: „Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af Talið er að 20 til 80% af Bandaríkjamönnum, Kanadabúum og Evrópubúum séu með D-vítamínskort. Skynsamleg útsetning fyrir sólarljósi er góð uppspretta D-vítamíns en hafa þarf í huga að sólarvörn og dökkur húðlitur hamlar framleiðslu D-vítamíns í húð9. D-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki við beinmyndun en einnig stóru hlutverki í ónæmiskerfi líkamans10. Skortur á D-víta- míni getur valdið beinkröm hjá börnum og beinmeyru (osteomalaciu) hjá fullorðnum sem einkennist af óljósum verkjum og eymslum í beinum og vöðvum auk sífelldrar þreytu. Þessi einkenni eru nánast þau sömu og einkenni vefjagigtar en Dr. Holick, sem er sá aðili sem hefur rannskað D-vítamín hvað mest, heldur því einmitt fram að beinmeyra sé oft misgreind sem vefjagigt, síþreyta eða jafnvel liðagigt11,12. Nýleg grein sem birtist í Pain Reports rennir stoðum undir þessa kenningu og benda höfundar á að Önnur rannsókn frá árinu 2016 sýndi að einstaklingar með einkenni frá stoðkerfi og þ.m.t. sumir með greinda vefjagigt upplifðu minni verki í kjölfar D-vítamíngjafar. Þátttakendunum, 58 talsins, voru gefnar 50.000 alþjóðlegar einingar af D-vítamíni á viku í 3 mánuði. D-vítamín gildi þátttakenda fór frá 10,6 +/- 5,1 ng/mL upp í 46,5 +/- 24,0 ng/mL (P < 0.001). Verkjaupplifun var marktækt minni og fjöldi þeirra sem mældist jákvæður fyrir vefjagigtargreiningarviðmið fór úr 30 (52%) fyrir meðferðina í 20 (34%) eftir meðferðina (P = 0.013) og voru 85% sjúklinganna ánægðir með meðferðina. Höfundar draga þá ályktun að meðferð með D-vítamíni hafi áhrif á verki í stoðkerfi, þunglyndiseinkenni og lífsgæði og telja að sjúklingar með langvarandi verki í stoðkerfi ættu að undirgangast rannsókn vegna hugsanlegs D-vítamínskorts16. Í yfirlitsrannsókn á tengslum D-vítamíns og EINKENNI / VANDI JÁRNSKORTUR D-VÍTAMÍN skortur B12 skortur SKJALDVAKBR. VEFJAGIGT KVÍÐI ÞUNGLYNDI Aukinn/hægari hjartsláttur X X X X X Breytingar á þyngd X X X Depurð X X X X X Dofi X Fölvi í húð X Einbeitingarskortur/Heilaþoka X X X X X Höfuðverkur X X Kulsæli X X Magnleysi/þreyta X X X X X X X Minnistruflanir X X Mæði X X Óróleiki X Svefntruflanir X X X Týðar sýkingar X Tunga aum/rauð X X Útbreiddir verkir X X X Tafla 1 61virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.