Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 62

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 62
þunglyndis frá 2014 kemur fram að áhrif D-vítamíns á þunglyndi séu sambærileg við áhrif viðurkenndra þunglyndislyfja. Höfundur telur að þó þörf sé á að staðfesta þessar niðurstöður séu þær engu að síður mikilvægt innlegg í meðferð þunglyndis- sjúklinga17. Slíkar niðurstöður eru ekki síður athyglisverðar í ljósi fyrrnefndrar staðreyndar um að nýgengi örorku vegna geðraskana hér á landi hafi tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 20164. Mikilvægt er að meðhöndla greindan D-vítamín skort á áhrifaríkan hátt. D-vítamín innihald í flestum fæðutegundum fyrir utan feitan fisk og þar með talið D-vítamínbættum mjókurafurðum er lágt og jafnvel hverfandi18. Því er þörf á inntöku D-vítamíns þegar um skort er að ræða og til að byrja með í stórum skömmtum ef skorturinn er mikill. Ekki er heldur nægilegt að taka lýsi en á vefsíðu Lýsis má sjá að dagskammtur af þorskalýsi fyrir 6 ára og eldri inniheldur 20 míkrógrömm sem samsvarar um 800 alþjóðlegum einingum. Í kennslubók um innkirtlalæknisfræði (internal medicine) frá 2012 er mælt með 50.000 alþjóðlegum einingum af D-2 vítamíni vikulega í 8 vikur ef gildi mælast fyrir neðan 20 ng/mL. Síðan ætti að mæla gildin aftur og gefa viðhaldsskammt af 600- 1000 alþjóðlegum einingum af D-3 vítamíni daglega19. Hér skal þó tekið fram að svo stóra skammta ætti eingöngu að gefa þegar alvarlegur skortur hefur verið staðfestur og þá á vegum læknis“. Gildandi tilmæli um verklag og viðmiðunar- mörk við greiningu á D-vítamínskorti hjá fullorðnum sem gefin eru út af Land- spítalanum eru ekki alveg í takt við fyrr- nefndar rannsóknir. Þar er rætt um að fjölgun á mælingum á D-vítamíni í sumum löndum jaðri við mælingafaraldur. Höfundar telja ekki þörf á almennri skimun og að ekki sé réttlætanlegt að mæla D-vítamínstyrk þegar ekki sé líklegt að niðurstaða breyti ráðleggingum um dagskammt. Mælt er þó með skimun í áhættuhópum s.s. þeim sem gætu verið með beinmeyru20. Skjaldvakabrestur Skjaldkirtillinn gegnir stóru hlutverki í efnaskiptum, vexti og þroska líkamans með seitingu hormóna út í blóðflæðið. Tölur um algengi skjaldvakabrests eru mismunandi eftir heimildum. Í grein frá Landlæknisembættinu sem birtist í Læknablaðinu árið 2014 kemur fram að algengi skjaldvakabrests hjá fullorðnum sé um 2%21. Safngreining Madariaga og tímanlega þar sem járn er nauðsynlegt fyrir starfsemi allra lífæra27. McLean og félagar komust að því árið 2009 að blóðskortur hrjái um fjórðung mannkyns og sé algengastur á meðal ungra barna og kvenna28. Þetta stemmir við niðurstöður Margrétar Guðrúnar Gunnarsdóttur sem kannaði blóðhag blóðgjafa á Íslandi á árunum 2015-2017 en tæplega fjórðungur nýskráðra kvenkyns blóðgjafa reyndist vera með járnskort29. Konur á barnseignaraldri eru sérstakega útsettar fyrir járnskorti vegna tíðablæðinga. Fraser og félagar könnuðu algengi mikilla tíðablæðinga (heavy menstrual bleeding: HMB) á meðal kvenna á aldrinum 18- 57 ára í fimm Evrópulöndum árið 2012. Alls bárust 4506 svör og af þeim höfðu 27,2% upplifað tvö eða fleiri skilgreind einkenni HMB árið á undan en þrátt fyrir það höfðu 46% þeirra aldrei ráðfært sig við lækni. Konur sem reyndust vera með HMB fengu viðbótarkönnun (330 svöruðu) og 63% þeirra höfðu aldrei verið greindar með járnskort eða blóðleysi tengt járnskorti. Niðurstaða höfunda er að margar konur með HMB leiti ekki til læknis og að fáar af þeim sem hafa gert það segjast hafa fengið viðeigandi meðferð. HMB haldi því áfram að vera ógreindur og illa meðhöndlaður vandi30. Járn er nauðsynlegt fyrir fjölda ensíma sem taka þátt í nýmyndun taugaboðefna. Greining á mænuvökva vefjagigtarsjúklinga hefur leitt í ljós minna magn efna á borð við dópamín, noradrenalín og serótónín. Ortancil og félagar gerðu samanburðarrannsókn á 46 vefjagigtarsjúklingum og 46 heilbrigðum einstaklingum. Teknar voru blóðprufur til að mæla járnmagn, B12-vítamín og fólinsýru. Niðurstöður sýndu að járngildi undir 50 ng/ml olli 6,5% sinnum aukinni áhættu á vefjagigt sem höfundar telja benda til mögulegra tengsla á milli lækkaðs járngildis og vefjagigtar31. Aðrir benda á að þörf sé á að mæla járnmagn áður en vefjagigt er greind þar sem einstaklingar með lágt járngildi finna oft mun á vöðvaverkjum við járngjöf32. Haas og félagar gerðu athygliverða yfirlitsrannsókn á orsakasambandi á milli járnskorts og líkamlegrar vinnugetu. Járnskortur var skoðaður á jafnbili frá alvarlegum járnskorti sem veldur blóðleysi til miðlungs alvarlegs járnskorts sem veldur blóðleysi og allt til járnskorts án blóðleysis. Vinnugeta var metin út frá loftháðri getu, úthaldi, orku, virkni og framleiðni. Skoðaðar voru alls 29 rannsóknarskýrslur sem sýndu sterkt orsakasamband á milli járnskorts og Algengi þunglyndis og kvíða fer hratt vaxandi og samkvæmt nýrri íslenskri meistara- rannsókn mælast um þriðjungur eða 34,4% háskólanema á Íslandi með einkenni þunglyndis og tæp 20% með einkenni kvíða.“ félaga á heimsvísu sýndi að algengi áður ógreinds skjaldvakabrests væri almennt á bilinu 4-7% en allt að rúmlega 12% í sumum rannsóknum. Niðurstaða höfunda er að stór hluti Evrópubúa sé óafvitandi með skjaldkirtilsvanda og þeir velta því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að taka upp skimun fyrir vandanum a.m.k. fyrir vissa hópa22. Niðurstöður annarrar yfirlitsrannsóknar eru að skjaldvakabrestur sé einn af algengustu kvillunum í Bandaríkjunum en jafnframt sá sem sé hvað mest misskilinn og yfirsjáist hvað oftast. Þar kemur fram að í BNA séu a.m.k. 27 milljónir en allt að 60 milljónir með skjaldkirtilsvanda23. Þeir Häuser and Wolfe skoðuðu rannsóknir og þýskar gagnreyndar aðferðir og mæla m.a. með blóðprufu við greiningu vefjagigtar m.a. til að útiloka innkirtlasjúkdóma24. Í nýlegri grein sem birtist í Pain Reports benda höfundar á að við greiningu vefjagigtar ætti að hafa í huga aðrar orsakir sem geta valdið útbreiddum langvarandi verkjum svo sem innkirtlavanda sérstaklega ef það er fjölskyldusaga um skjaldkirtilsvanda og ein- kenni eins og þyngdaraukning eru til staðar25. Járn Járn er nauðsynlegt til myndunar á tveimur prótínum sem bera súrefni í líkamanum; blóðrauða og mýóglóbíns. Við járnskort er hætt við því að einstaklingur þrói með sér blóðleysi vegna járnskorts; ástand þar sem rauðu blóðfrumurnar geta ekki borið nægt súrefni til allra fruma líkamans26. Mikilvægt er að greina og meðhöndla járnskort 62 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.