Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Síða 63
 VIRK Hver rannsóknin á fætur annarri síðustu áratugi hefur sýnt að Íslendingar fá allt of lítið af þessu mikilvæga vítamíni úr fæðunni og að styrkur D-vítamíns í blóði þeirra sem hvorki taka lýsi né önnur fæðubótarefni er töluvert undir viðmiðunarmörkum.“ methionine (SAMe)) sem tengist ónæmi og lundarfari35. Svo virðist sem tölur um algengi B-12 skorts séu nokkuð á reiki. Rannsóknir í BNA og Bretlandi sýna að u.þ.b. 6% fólks sem er eldra en 60 ára séu með B12 skort (B- 12 < 148 pmol/L) en nær 20% mælast á mörkunum (B-12: 148–221 pmol/L) seinna á lífsleiðinni36. Algengið er þó mun meira samkvæmt stórri bandarískri rannsókn sem enn er í gangi (Framingham Offspring Study) og tekur til 3.000 manns á aldrinum 26 til 83 ára. Tæp 40% þátttakenda mælast með lág gildi B-12 vítamíns (˂258 pmol/L) og tæp 9% með staðfestan skort. Rannsakendur telja að B-12 skortur sé vangreindur og setja fram vangaveltur varðandi hver klínísk mörk skorts ættu að vera37. Grænmetisætur eru í meiri hættu en aðrir að fá B-12 skort sem yfirlitsrannsókn Pawlak og félaga frá árinu 2014 staðfesti m.a. og mæla þeir með því að skimað sé fyrir B12 skorti á meðal þessa hóps38. Á vef Harvard Medical School er fjallað um B-12 skort og að alvarlegur skortur geti valdið miklu þunglyndi (deep depression), ofsóknar- brjálæði og ranghugmyndum ásamt minnis- skorti, þvagleka, minnkuðu bragð- og lyktarskyni, dofa og náladofa í útlimum auk jafnvægisvanda1. loftháðrar getu í dýrum og mönnum sem er talið skýrast helst af minnkaðri getu til súrefnisflutnings. Orka og framleiðni var einnig minnkuð og stafar líklega af blóðleysi og minnkaðri súrefnisflutningsgetu. Höf- undar telja að þeir líffræðilegu þættir sem liggja að baki áhrifum járnskorts á vinnugetu séu nægjanlega sterkir til að réttlæta inngrip til að bæta járnbúskap vinnuaflsins almennt33. Viðmiðanir varðandi greiningu og meðferð járnskorts eru mjög breytilegar. Peyrin- Biroulet og félagar rýndu allar tiltækar viðmiðanir varðandi meðhöndlun járnskorts á heimsvísu. Niðurstaðan var að svo virðist sem miða skuli við 100 μg/L sem járngildi í blóði í flestum tilfellum þegar um járnskort er að ræða34. B-12 skortur B12-vítamín, einnig nefnt kóbalamín, er eitt af B-vítamínunum átta sem hjálpa líkamanum að breyta fæðu í eldsneyti eða glúkósa sem er notaður til að mynda orku. B-12 er sérstaklega mikilvægt til að viðhalda heilbrigðum taugafrumum og aðstoðar við fram- leiðslu erfðaefnis líkamans; DNA og RNA. B-12 ásamt B-9 aðstoða við myndun rauðra blóðkorna, stuðla að betri nýtingu járns í líkamanum og mynda efni (S-adenosyl- 63virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.