Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 74
KLÚBBURINN GEYSIR VIRK VEITIR STYRKI TVISVAR Á ÁRI TIL VIRKNIÚRRÆÐA, RANNSÓKNA- OG ÞRÓUNAR- VERKEFNA EN VIRK ER HEIMILT SAMKVÆMT LÖGUM 60/2012 AÐ STYRKJA OG STUÐLA MEÐ ÖÐRUM HÆTTI AÐ RANNSÓKNUM, ÞRÓUN OG UPPBYGGINGU Í ATVINNUTENGDRI STARFS- ENDURHÆFINGU M.A MEÐ STYRKVEITINGUM. H austið 2016 veitti VIRK í fyrsta sinn styrki til virkniúrræða sem styðja við og auka árangur í starfs- endurhæfingu. Markmið VIRK með styrkveitingunum til virkniúrræðanna er að stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heilsubrest sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra. Eitt af þeim virkniúrræðum sem hlotið hafa styrki frá VIRK er Klúbburinn Geysir sem er atvinnumiðað endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir. Grundvallarmarkmið klúbbsins er að virkja félaga hans til starfa og koma þeim út í meiri samfélagsvirkni. Öll vinna félaga í klúbbnum er unnin í sjálfboðavinnu. Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmynda- fræði Fountain House sem byggir á að efla hæfileika og styrk einstaklingsins. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterku hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu fyrir félögum. Í starfi Klúbbsins Geysis eru engar kvaðir lagðar á félaga umfram það sem hver og einn er tilbúinn að gangast undir. Lögð er áhersla á jákvæða athygli og horft á styrkleika, í stað þess að einblína á sjúkdóminn. Ráðning til reynslu Í Geysi er atvinnu- og menntadeild, ATOM, þar sem félagar og starfsmenn vinna að því að ná tengslum við vinnuveitendur. Ráðning til reynslu (RTR) veitir félögum tækifæri til þátttöku á almennum vinnumarkaði. „RTR er fyrir fólk sem langar að fara að prufa sig á vinnumarkaði. Er ekki tilbúið að fara í atvinnu með stuðningi eða ráða sig sjálfstætt og þurfa mikinn stuðning sem við veitum. Við horfum sérstaklega til áhuga fólks á að vinna. Ef áhuginn er mikill er mikilvægt að leyfa sem flestum að prufa sig í vinnu,“ segir Þórunn Ósk Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis, í viðtali við ársrit VIRK. „Störfin eru hlutastörf, yfirleitt um 4 klst. á dag eða minna. Við höfum verið með starf Benedikt Gestsson aðstoðar framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis tekur við styrk frá VIRK á vordögum 2017. Bakkinn vöruhótel er í samstarfi við Klúbbinn Geysi síðan haustið 2016. Hjá okkur starfa þrír félagar klúbbsins sem eru að standa sig afbragðs vel og hafa komist vel inn í starfið og umhverfið hjá okkur. Við erum ánægð með upphaf þessa samstarfs okkar og vonum að áframhald verði á því.“ 74 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.