Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Blaðsíða 74
KLÚBBURINN GEYSIR VIRK VEITIR STYRKI TVISVAR Á ÁRI TIL VIRKNIÚRRÆÐA, RANNSÓKNA- OG ÞRÓUNAR- VERKEFNA EN VIRK ER HEIMILT SAMKVÆMT LÖGUM 60/2012 AÐ STYRKJA OG STUÐLA MEÐ ÖÐRUM HÆTTI AÐ RANNSÓKNUM, ÞRÓUN OG UPPBYGGINGU Í ATVINNUTENGDRI STARFS- ENDURHÆFINGU M.A MEÐ STYRKVEITINGUM. H austið 2016 veitti VIRK í fyrsta sinn styrki til virkniúrræða sem styðja við og auka árangur í starfs- endurhæfingu. Markmið VIRK með styrkveitingunum til virkniúrræðanna er að stuðla að samstarfi við aðila sem veita opið og gjaldfrjálst aðgengi að þjónustu fyrir einstaklinga sem glíma við heilsubrest sem hefur áhrif á atvinnuþátttöku þeirra. Eitt af þeim virkniúrræðum sem hlotið hafa styrki frá VIRK er Klúbburinn Geysir sem er atvinnumiðað endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir. Grundvallarmarkmið klúbbsins er að virkja félaga hans til starfa og koma þeim út í meiri samfélagsvirkni. Öll vinna félaga í klúbbnum er unnin í sjálfboðavinnu. Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmynda- fræði Fountain House sem byggir á að efla hæfileika og styrk einstaklingsins. Með því að gefa hverjum og einum tækifæri til að nýta sínar sterku hliðar þjálfast viðkomandi til fjölbreyttrar þátttöku í samfélaginu. Í störfum innan Klúbbsins Geysis er lögð áhersla á stuðning og virðingu fyrir félögum. Í starfi Klúbbsins Geysis eru engar kvaðir lagðar á félaga umfram það sem hver og einn er tilbúinn að gangast undir. Lögð er áhersla á jákvæða athygli og horft á styrkleika, í stað þess að einblína á sjúkdóminn. Ráðning til reynslu Í Geysi er atvinnu- og menntadeild, ATOM, þar sem félagar og starfsmenn vinna að því að ná tengslum við vinnuveitendur. Ráðning til reynslu (RTR) veitir félögum tækifæri til þátttöku á almennum vinnumarkaði. „RTR er fyrir fólk sem langar að fara að prufa sig á vinnumarkaði. Er ekki tilbúið að fara í atvinnu með stuðningi eða ráða sig sjálfstætt og þurfa mikinn stuðning sem við veitum. Við horfum sérstaklega til áhuga fólks á að vinna. Ef áhuginn er mikill er mikilvægt að leyfa sem flestum að prufa sig í vinnu,“ segir Þórunn Ósk Sölvadóttir, framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis, í viðtali við ársrit VIRK. „Störfin eru hlutastörf, yfirleitt um 4 klst. á dag eða minna. Við höfum verið með starf Benedikt Gestsson aðstoðar framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis tekur við styrk frá VIRK á vordögum 2017. Bakkinn vöruhótel er í samstarfi við Klúbbinn Geysi síðan haustið 2016. Hjá okkur starfa þrír félagar klúbbsins sem eru að standa sig afbragðs vel og hafa komist vel inn í starfið og umhverfið hjá okkur. Við erum ánægð með upphaf þessa samstarfs okkar og vonum að áframhald verði á því.“ 74 virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.