Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 75

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 75
 VIÐTAL „Hér líkar mér rosalega vel, mjög gott fólk hérna,“ segir Bergljót, starfið hjá Bakkanum er ekki fyrsta RTR hennar, hún vann t.d. áður á Vitatorgi og víða í afleysingum. „Hér er mjög gott viðmót starfsmanna og ég fékk góðar leiðbeiningar þegar ég byrjaði. Hér hjálpa allir öllum og mér skilst að þeir séu mjög ánægðir með mig.“ Bergljót vinnur frá kl. 10 til 13 hvern virkan dag og segir vinnuna gera manni gott, sérstaklega á svona góðum stað. „Það er mjög gott að hafa Geysi vegna þess að rútínan sem fylgir því að mæta þar hjálpar manni út í lífið aftur. Klúbburinn Geysir er þannig að þegar maður kemur og er ekki alveg til í að gera eitthvað þá er maður alltaf hvattur til þess að gera eitthvað, taka þátt. Og ef einhver treystir sér ekki þá gerum við það saman.“ Þórunn Ósk framkvæmdastjóri Klúbbsins Geysis og Bergljót starfsmaður Bakkans. Klúbburinn Geysir er þannig að þegar maður kemur og er ekki alveg til í að gera eitthvað þá er maður alltaf hvattur til þess að gera eitthvað, taka þátt. Og ef einhver treystir sér ekki þá gerum við það saman.“ með 25% starfshlutfall sem hefur hentað mjög vel. Fólk er með misjafna getu og mikilvægt er að geta byrjað í lágu starfs- hlutfalli, fengið reynsluna og fundið að það geti meira.“ „Starfsfólk klúbbsins lærir störfin fyrst og þjálfar svo einstaklingana í störfin sem þeir síðan gegna í allt að eitt ár,“ segir Þórunn Ósk „Við fylgjum einstaklingunum mjög vel eftir fyrstu skrefin á vinnustaðnum og viðkomandi er ekki einn í vinnu fyrr en hann treystir sér til. Við erum líka í mjög góðu sambandi við vinnuveitandann og veitum stuðning líka, erum alltaf til staðar. Einstaklingurinn er á sömu forsendum og almennir starfsmenn, nýtur sömu kjara og réttinda, en ef hann getur ekki sinnt starfinu sökum síns sjúkdóms þá hlaupa starfsmenn klúbbsins í skarðið fyrir viðkomandi eða félagar sem hafa gegnt starfinu áður. Þannig er tryggt að sjúkdómurinn verður ekki til þess að viðkomandi missi vinnuna og vinnuveitandanum er tryggt 100% vinnuframlag.“ RTR ráðningarfyrirkomulagið er notað víða um heim með mjög góðum árangri, bæði fyrir félaga klúbbhúsanna og atvinnurekendur. Frá upphafi hafa um 50 Geysisfélagar starfað í Ráðningu til reynslu. Yfir 100 félagar stunda nú vinnu á almennum vinnumarkaði. „Auðveldara er að ná í störfin en erfiðara að halda þeim. Það kemur oftar en ekki fyrir að viðkomandi einstaklingur er svo rosalega góður í starfi sínu að fyrirtækið getur ekki hugsað sér að missa hann og ræður til framtíðar í fullt starf en Klúbburinn Geysir „missir“ viðkomandi starf og þarf að finna nýtt starf. Þá þurfum við að leita að nýjum störfum sem er reyndar lúxusvandamál,“ sagði Þórunn Ósk. Vinnan gerir manni gott Ársrit VIRK leit einnig við í Bakkanum vöru- hóteli og tók Bergljótu Elíasdóttur tali sem hóf störf þar í gegnum Klúbbinn Geysi og Ráðning til reynslu í nóvember 2016. 75virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.