Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 78

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Page 78
ÚTGÁFA VIRK VIRK gefur út margvíslegt kynningar- og fræðsluefni fyrir starfsmenn, einstaklinga í þjónustu, almenning og stjórnendur í atvinnulífinu. Hægt er að nálgast efnið á vefsíðu VIRK (www.virk.is) en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu VIRK og fá senda bæklinga og fræðsluefni eftir þörfum. Myndband um starfsendurhæfingarferilinn Unnið var stutt myndband sem skýrir starfsendurhæfingar- ferilinn. Í myndbandinu er tveimur ímynduðum notendum þjónustunnar, þeim Sigmari og Ástríði, fylgt eftir frá því að þau hverfa af vinnumarkaði og þar til þau snúa aftur til vinnu. Myndbandið má finna á íslensku og ensku á Youtube-rás VIRK og á virk.is. Dagbók VIRK gefur út sérstaka dagbók fyrir einstaklinga sem eru í starfsendurhæfingu á vegum VIRK. Henni er ætlað að aðstoða einstaklinga við að efla starfsgetu sína og lífsgæði með skipulegri markmiðssetningu og skráningu. Dagbókin er með vikuyfirliti á hverri opnu ásamt fjölbreyttum mögu- leikum til skráningar á markmiðum, líðan, virkni og árangri bæði fyrir árið í heild sinni, hvern mánuð og hverja viku ársins. VIRK Atvinnutenging Samstarf við fyrirtæki Í bæklingnum er þróunarverkefnið VIRK Atvinnutenging kynnt. Í verkefninu er megináherslan lögð á að aðstoða einstaklinga með skerta starfsgetu sem eru í starfsendur- hæfingu hjá VIRK við endurkomu inn á vinnumarkaðinn með markvissum stuðningi sérfræðinga í starfsendurhæfingu. Með tromp á hendi frá VIRK Ýtt var úr vör kynningarherferð grundvallaðri á sögum ein- staklinga sem nýttu sér þjónustu VIRK til að ná árangri. Slagorð herferðarinnar var „Með tromp á hendi frá VIRK“ og henni var m.a. beint að stjórnendum fyrirtækja og stofnana og undirstrikar hversu verðmætir starfskraftar einstaklingar sem lokið hafa starfsendurhæfingu eru. 78 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.