Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 16
Fólkið05/07 Ímynd af karlmönnum í hjúkrun ekki til Valur FrEyr Halldórsson Hvanndal er annar tveggja karlkyns hjúkrunarfræðinema við Háskóla Akureyrar sem útskrifast nú í vor. Áður en hann hóf nám í hjúkrun hafði hann starfað hjá slökkviliði Akureyrar í ein tíu ár. „Mig langaði að mennta mig meira og valið stóð á milli þess að fara í bráðatækninn eða hjúkrun,“ segir Valur. Hann hóf bráðatæknanám í Bandaríkjunum en hætti að þremur mánuðum liðnum þegar hann sá fram á að þetta yrði of langur tími fjarri fjöl- skyldunni. Hann tók þá ákvörðun um að hefja nám í hjúkrun þrátt fyrir að það væri töluvert lengra nám. „Upphaflega ætlaði ég að bæta við mig þekkingu og halda áfram að vinna hjá slökkviliðinu. En námið hefur vakið svo mikinn áhuga hjá mér að nú langar mig bara að læra meira,“ segir Valur. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu hjá slökkviliðinu, er búinn að ráða sig á gjörgæsluna á Akureyri og stefnir á meistaranám í svæfingum. Það sótti að Vali valkvíði þegar hann var spurður hverjir kostir starfsins væru: „Vá, þeir eru svo margir. En í fyrsta, öðru og þriðja lagi er kosturinn sá hvað námið nýtist víða. Í raun getur maður nýtt það við allt og hvar sem er í heiminum. Það er ekki bundið við einhverja ákveðna stofnun, auk þess sem það er mjög gefandi og skemmtilegt.“ Spurður um ástæðuna fyrir því að svo fáir karlmenn eru í hjúkrun svarar hann því til að hjúkrun hafi lengstum verið kvennastétt. „En ég finn að það er að breytast. Viðbrögðin sem ég fékk þegar ég hóf námið 2012 voru til dæmis allt öðruvísi en þau við- brögð sem ég fæ núna, fjórum árum síðar. Bara á þessu tímabili hefur viðhorfið breyst og nokkrir samstarfsfélaga minna í slökkviliðinu hafa sýnt áhuga á að byrja í hjúkrun,“ segir Valur og bætir við að það þurfi að gera karlmenn í hjúkrun sýnilegri, og í raun búa til ímynd af karlmönnum í hjúkrun. „Þessi ímynd hefur aldrei verið til. Við erum svo langt á eftir hér á Íslandi samanborið við mörg önnur lönd. En þetta er að breytast hægt og rólega og ég gæti vel trúað að það eigi eftir að verða sprenging hvað varðar fjölda karlmanna í hjúkrun á næstu tíu árum.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.