Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Blaðsíða 24
Fólkið03/05 sem starfa sem hjúkrunarfræðingar eða hafa verið að læra hjúkrunar- fræði, benda allar í sömu átt hvað varðar þætti sem halda körlum frá náminu eða hrekja þá þaðan eða vekja hjá þeim neikvæðar tilfinningar gagnvart starfinu. Nemendur og fullnuma hjúkrunar- fræðingar af karlkyni mæta athugasemdum sem lúta að kyni þeirra eða kynhneigð. Stundum eru þeir „grunaðir“ um að vera hommar, stundum fá þeir að heyra að þeir hafi farið í þetta til að geta verið eini haninn á haugnum, eini karlinn í stórum hópi kvenna. Þeir eru afar meðvitaðir um kyn sitt, m.a. af því að þeir eru svo fáir og kennarar eiga það til að gleyma því að þeir eru þó þarna og kvengera nemendahópinn. „Jæja, stelpur, þá skulum við …“. Ekki batnar það þegar kennarinn áttar sig og biður eina karlinn afsökunar. Hann verður fyrst og fremst Karlinn, síður nemandi. Þegar námi er lokið og vinnan tekur við heldur kyngervingin áfram, hann er Karlinn frekar en hjúkrunarfræðingur, sá sem kallað er á þegar þarf að lyfta þungu eða vesenast í tækjum því allir vita jú að þar eru karlar á heimavelli, a.m.k. frekar en þegar kemur að hinu fínlega, þá er betra að kona sinni því! Vera má að dregið hafi úr þessu á síðari árum í og með vegna þess að fjölgað hefur körlum sem eru virkir í umhyggju lítilla barna. Fæðingarorlof fyrir karla hefur stóraukið þátttöku þeirra í umhyggju eigin barna. Körlum, sem starfa á leikskólum, hefur fjölgað. En þeir eru ómenntaðir, það sígur frekar á ógæfuhliðina hvað varðar hlut karla meðal þeirra sem mennta sig til kennslu og má þá einu gilda á hvaða stigi sú kennsla er. Föst í viðjum menningarlegra hugmynda um hjúkrun Hérlendar rannsóknir sýna að strákar bera fulla virðingu fyrir hjúkrun ar fræði, því fer fjarri að litið sé niður á þá sem sinna hjúkr- un. En vegna þeirra menningarlegu hugmynda að þetta sé aðeins fyrir konur þá hvarflar ekki að strákunum að velta því fyrir sér að læra hjúkrunarfræði. Við sjáum það hérlendis og á hinum Norður- löndunum að þeir sem læra hjúkrun hafa í mjög mörgum tilfellum kynnst þeim störfum áður með einhverjum hætti. Sumir eiga foreldri sem er hjúkrunarfræðingur, aðrir hafa unnið á spítölum á sumrin. Þá verður þetta að möguleika, þá verður ljóst að þetta er ekki bara fyrir konur og þá þarf aðeins smá-hvatningu til að skrefið sé stigið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.