Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 25
Fólkið04/05 Hérlendar og erlendar rannsóknir á körlum, sem sækja í nám í hjúkrun, benda eindregið til að það sé ekki annað sem laðar karla að því námi en það sem laðar konur að: reynsla af umhyggjustörfum, að þekkja einhvern sem starfar innan heilbrigðisgeirans og hvatning frá einhverjum nákomnum. Væntingar karlanna til starfsins virðast ekki heldur skilja sig frá væntingum nemenda í heild. Umhyggjan og löngunin til að hjálpa öðrum er efst á listanum. Kynjaskiptur vinnumarkaður er vandamál af mörgum ástæðum. Kynjaskiptingin dregur úr sveigjanleika markaðarins, viðheldur hugmyndum um eðlislæg einkenni karla og kvenna og er að öllum líkindum ein af megin ástæðum viðvarandi launamunar karla og kvenna. Þróun síðustu áratuga í flestum vestræn- um ríkjum og sérstaklega hinum norrænu hefur verið sú að störfum, þar sem karlar eru í miklum meirihluta, fækkar en engin breyting verður á störfum þar sem konur eru í miklum meirihluta eða þá að hlutfall kvenna eykst enn frekar. Á þessu eru undantekningar því t.d. hefur Norðmönnum tekist að margfalda fjölda karla á leikskólum með margþættum og sam- tvinnuðum aðgerðum og þá á þeim forsendum að um gæðamál sé að ræða. Leikskóli með starfsmenn af báðum kynjum sé einfaldlega betri leikskóli en sá sem aðeins hefur annað kynið starfandi. Það er reyndar nokkuð samdóma niðurstaða rannsókna á mismunandi vinnustöðum að betri sé fjölbreytileiki en fábreytni í hópi starfsmanna og það á ekki hvað síst við um kynjablöndun. Virkni og samskiptahættir batna á heildina litið og vellíðan starfsmanna eykst. Hví skyldi það ekki líka eiga við innan hjúkrunar? Erfitt er að sjá nokkra skynsamlega ástæðu fyrir því að karlar læri ekki hjúkrunarfræði. Að öllum líkindum er meginskýringin falin í því að það hvarflar einfaldlega ekki að þeim. Sé svo ætti ekki að þurfa að vera verulegum erfiðleikum háð að þoka fjölda þeirra upp á við. „Erfitt er að sjá nokkra skyn- samlega ástæðu fyrir því að karlar læri ekki hjúkrunarfræði. Að öllum líkindum er megin- skýringin falin í því að það hvarflar einfaldlega ekki að þeim.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.