Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 32
Fólkið02/04 „ætli upphaFlEga hugmyndin hafi ekki kviknað árið 2001 þegar ég sá hjúkrunarfræðing á sviði með einni þekktustu dauðarokksveit Íslandssögunnar og sá að maður með þennan harða „front“ gæti starfað við jafnfallegt og heillandi fag sem hjúkrun er. Áður fyrr hélt ég að bara mjúku týpurnar færu í hjúkrun og hafði allnokkra fordóma gagnvart karlmönnum í því, en að sjá töffara sem þennan gaur starfandi við þetta fag, gjörbreytti þeim viðhorfum mínum. Þar sá ég að hjúkrun gat líka verið kúl og að hver sem er ætti erindi í fagið.“ Nokkrum árum síðar hóf Gunnar Pétursson störf á hjúkrunarheim- ili í aðhlynningu og vann þar í tvö ár samhliða menntaskóla. „Í því góða starfi kynntist ég nokkrum hjúkrunarfræðingum og heillaðist af faginu og fjölbreytileika þess. Ég komst fljótt að því að ég gæti starfað við næstum hvað sem væri sem hjúkrunarfræðingur, og úr varð að ég skráði mig í hjúkrun árið 2006,“ segir hann. Í náminu heillaði bráðasviðið og fékk hann síðar starf þar haustið 2010. „Það varð ekki aftur snúið. Bráðasviðið heillaði mig það mikið að ég fann að ég vildi læra meira, og ákvað því að fara í sérnám til Ástralíu, sem ég og gerði. Í því námi öðlaðist ég gríðarlega reynslu og þekkingu, bæði fræðilega og klíníska, og kom til baka með fullan haus af góðum hugmyndum fyrir starfið sem ég held áfram að tileinka mér í daglegu starfi.“ Gunnar vinnur sem bráðahjúkrunarfræðingur á bráðadeildinni í Fossvogi. Að minnsta kosti eitt góðverk á dag! Að mati Gunnars eru kostirnir margir við hjúkrunarfræðina, hvort sem maður vill starfa við rannsóknir, klíník eða kennslu. „Ef þú færð leið á núverandi starfi þá er bara að breyta til! Möguleikarnir eru nær endalausir innan fagsins, og ég held að ég muni seint staðna í starfi.“ Hann telur kosti vaktavinnunnar vera mikla. Auðvelt sé að skipuleggja sínar eigin vaktir og haga þeim kringum lífsstíl hvers og eins. En mesti kosturinn sé starfsandinn á núverandi vinnustað. „Eins finnst mér starfsandinn á vinnustaðnum mínum núna vera frábær, og mér finnst það langbesti kosturinn við núverandi vinnustað. Ég vinn með frábæru fólki undir krefjandi aðstæðum, og veit að í lok hverrar vaktar fer ég heim með þá vitneskju að ég hafi gert að minnsta kosti eitt góðverk.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.