Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 36
Fólkið02/02 hefur viðgengist að konur tali um málefnið við konur, segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra Landsnefndar UN Woman á Íslandi. „En við vitum þetta. Það er mikilvægt að fá alla með því að þegar öllu er á botninn hvolft þá högnumst við öll á kynjajafnrétti,“ segir hún jafnframt. Markmiðið er að einn af hverjum fimm verði HeForShe. Þegar þetta er ritað hafa um 13.600 karlmenn og strákar á Íslandi gerst HeForShe á www.heforshe.is og þar með heitið að … … beita sér fyrir jöfnum hlut karla og kvenna í orði sem og á borði og hvetja aðra karlmenn og stráka til að gera slíkt hið sama. … láta í sér heyra þegar þeir verða vitni að óréttlæti í garð kvenna og stúlkna á vinnustöðum, skólum, í almannarými og á netinu. … stuðla að hugarfarsbreytingu með því að uppræta niðurlægjandi orðræðu um konur og taka þátt í að breyta úreltum staðalímyndum um kynjahlutverk; innan heimilis, á vinnustöðum, við uppeldi barna sinni og víðar. Að sögn Ingu Dóru getur Ísland orðið fyrsta landið til að láta raunverulegt kynjajafnrétti verða að veruleika og það á okkar tímum. Til að verða boðberar þeirra breytinga þurfum við öll að leggjast á eitt og búa til heim þar sem konur standa jafnfætis karlmönnum. Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður kynjajafnrétti náð í heiminum árið 2095 ef við höldum áfram á sömu braut á sama hraða. Með stráka og karlmenn um borð er talið að kynjajafnrétti verði náð helmingi hraðar. HeForShe er alþjóðleg hreyfing UN Women sem hvetur sérstaklega karlmenn til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Átakinu var ýtt úr vör fyrir tveimur árum hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar hvatti leikkonan Emma Watson karlmenn til að láta til sín taka. Hægt er að skrá sig og fræðast meira um hvað felst í því að vera HeForShe á www.heforshe.is.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.