Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 38
Fagið02/03 samhliða Fjölgun ferðamanna á Íslandi hefur álag í heilbrigðis- þjónustu aukist en alls komu 14.303 ferðamenn á bráðamóttöku á árunum 2001 til 2014. Erlendum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað meira en þrefalt frá árinu 2001. Árið 2014 komu yfir millj- ón ferðamenn til landsins og hefur fjöldinn tvöfaldast frá árinu 2010. Í kjölfarið eykst fjöldi ferðamanna sem leita á bráðamóttöku Landspítalans. Að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, sérfræðings í bráða- hjúkrun, þarf að bæta verulega skráningu á veittri heilbrigðisþjónustu til erlendra ferðamanna og bæta skráningarkerfin að því er fram kom í erindi hennar á Bráðadeginum 4. mars síðastliðinn. Markmið rannsóknar Guðbjargar um komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítala á árunum 2001 til 2014 er að kanna tengsl og mismunandi áhrif bakgrunnsþátta við útkomur erlendra ferðamanna sem leituðu til bráðamóttöku vegna slysa og veikinda til að bæta verklag við forvarnir og sértæka heilbrigðisþjónustu ferðamanna. Úrtak rannsóknarinnar eru allir þeir einstaklingar sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi og ekki höfðu íslenska kennitölu og erlent heimilisfang. Fjöldi ferðamanna á bráðamóttöku Landspítala hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2010. Mest er álagið

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.