Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Qupperneq 39
Fagið03/03 í júlí og ágúst, og algengustu komudagar eru þriðjudagar og laugar- dagar. Karlar eru í meirihluta þeirra sem koma á bráðamóttöku, eða 55%. Athygli vekur að frá 2010 hefur orðið 5% aukning í aldurs- hópnum 60 ára og eldri. Á sama tíma hefur orðið mjög mikil aukning erlendra skemmtiferðaskipta til Reykjavíkur, en mögulega gæti það skýrt hluta aukningarinnar í þessum aldurshópi. Vonir standa til að hægt sé að nýta niðurstöðurnar við þróun viðeigandi þjónustu út frá þörfum erlendra ferðamanna, auk þess að skipuleggja markvissar forvarnir út frá greiningu á aðstæðum slysa og veikinda, að sögn Guðbjargar. Erlendir ferðamenn þurfa meiri þjónustu og hjúkrun Fram kom að skortur er á rannsóknum á erlendum ferðamönnum á bráðamóttöku, hjúkrunarþörfum þeirra og úrræðum sem þeim standa til boða. Þörf er á að byggja upp betri þjónustu og bæta skráningu ferðamanna sem leita til bráðamóttöku að sögn Helgu Þóreyar Friðriksdóttur og Dagnýjar Lóu Sighvatsdóttur, fjórða árs nema í hjúkrunarfræði. Þær rannsökuðu hjúkrunarþarfir og úrræði erlendra ferðamanna á tímabilinu 21. maí til 31. ágúst í fyrrasumar í kjölfar þess að ákveðið var að bæta skráningu á þjónustu við ferðamenn á bráðamóttöku. Reynslan hefur sýnt að erlendir ferðamenn, með sam- bærilegar komuástæður og Íslendingar, þurfi meiri þjónustu og hjúkr- un. Helstu niðurstöður þeirra eru að hjúkrunarþarfir ferðamanna geta verið flóknari vegna kröfu spítalans um varnareinangrun þeirra einstaklinga sem hafa verið á sjúkrahúsi erlendis síðustu sex mánuði. Enn fremur eru hjúkrunarþarfirnar vegna tungumálaörðugleika, ólíks menningarbakgrunns, vegna aukinnar umönnunar aðstandenda og sálrænnar skyndihjálpar – þá sér í lagi í kjölfar alvarlegra atburða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.