Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Side 43
Fagið04/11 ensímum sem hefur áhrif á fasa II-umbrot hjá einstak- lingum í yfirþyngd (De Baerdemaeker o.fl., 2004). Hafa ber í huga að mikill einstaklingsmunur getur verið á konum og því ekki hægt að alhæfa að ofan- greindar breytingar í lyfjahvarfafræði eigi við um allar konur í yfirþyngd (McNicholas o.fl., 2015). Verkunarmáti hormónagetnaðarvarna Samsettar getnaðarvarnir innihalda prógestín og estrógen en aðrar getnaðarvarnir innihalda eingöngu prógestín. Estrógen bælir egglos og kemur í veg fyrir óreglu í tíðablæðingum en prógestín leiðir til hömlunar á egglosi sé það gefið í nægilega stórum skömmtum (Robinson og Burke, 2013). Önnur áhrif prógestína eru þykknun á slímhúð í leghálsi, þynning á legslímhúðinni og slímið í leghálsinum verður ógegndræpt fyrir sæði, hömlun hreyfingar í eggjaleiðurum og þessar breytingar leiða til þess að fósturvísar geta síður tekið sér bólfestu í legslímhúðinni (Lotke og Kaneshiro, 2015). Því eru áhrif prógestína talin mikilvæg til að koma í veg fyrir þungun (Robinson og Burke, 2013). Hormónaykkjan (e. intrauterine devices) Hormónalykkjan inniheldur og losar hormónið levónorgestrel. Á Íslandi eru skráðar þrjár gerðir slíkra lykkja (Sérlyfjaskrá, 2016). Rannsóknir hafa sýnt að enginn tölfræðilegur munur er á virkni lykkjunnar á fyrstu 2-3 árum af notkun hennar. Gildir það bæði fyrir konur í kjörþyngd og yfirþyngd. Einn helsti kosturinn við notkun lykkjunnar fyrir konur í ofþyngd er sú að verkunarmátinn er staðbundinn. Lykkjan er góður kostur fyrir konur með háan líkams-þyngdar- stuðul og ef engar frábendingar eru fyrir notkun hennar (McNicholas o.fl., 2015).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.