Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 58

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2016, Page 58
Fagið02/07 hEFur þú áhuga á að efla þig og vinna þvert á ólík svið heilbrigðis- vísinda? Þá gæti þverfaglegt diplóma- eða meistaranám í heilbrigðis- vísindum verið eitthvað fyrir þig. Lögð er áhersla á virkni nemenda og umræður. Að jafnaði eru verkefni í stað prófa. Kennt er í lotum og námið skipulagt þannig að stunda megi vinnu með því. Námslotur eru fjórar á hverju misseri, ein í mánuði, einn sólarhringur fyrir hvert námskeið (10 stundir). Í tengslum við mörg námskeiðin eru haldin opin málþing eða ráðstefnur sem ekki þarf að greiða fyrir sérstaklega. Meistaranám og diplómanám í heilbrigðisvísindum • 2 ára nám, 120 ECTS-einingar, meistaragráða, staðbundið lotunám. MSc í heilbrigðisvísindum • 1 árs nám, 40 ECTS-einingar, diplómagráða, staðbundið lotunám. Diplómagráða í heilbrigðisvísindum Áherslur námsins Í náminu eru að jafnaði aðeins þrjú til fjögur skyldunámskeið. Að öðru leyti skipuleggja meistaranemar námið í samráði við leiðbein- anda sinn og nýta meistaranámskeið við Háskólann á Akureyri eða aðra háskóla, innanlands eða erlendis, sem samræmast áherslu þeirra í náminu. Ef þú hefur áhuga á einhverju tilteknu sérsviði er einnig boðið upp á mörg áherslusvið. Þau eru: 1. Almenn námslína (30 ein. í valnámskeiðum – við innlenda eða erlenda háskóla). Nemendur velja sjálfir sitt eigið sérsvið. Brautarstjóri: dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunar- fræði við Heilbrigðisvísindasvið HA (sigridur@unak.is) 2. Endurhæfing og lýðheilsa (20 ein. í valnámskeiðum). Brautarstjóri: dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í sjúkraþjálfun lungnasjúklinga, dósent í heilbrigðis- vísindum við Heilbrigðisvísindasvið HA (ragnh@unak.is) 3. Fötlun og endurhæfing (10 ein. í valnámskeiðum): Brautarstjóri: Guðrún Pálmadóttir, dósent í iðjuþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið HA (gudrunp@unak.is) 4. Geðheilbrigðisfræði (20 ein. í valnámskeiðum). Brautarstjóri: dr. Gísli Kort Kristófersson, geðhjúkrunarfræðingur og lektor við Heilbrigðisvísindasvið HA (gislik@unak.is)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.