Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 7
ritstjóraspjall02/02 Það ætti því enginn að vera hissa á því að hjúkrunarfræðingar séu tilbúnir til þess að fara í verkfall til þess að knýja fram launabætur. Kannski ættu þeir líka að stofna til aðgerða til þess að ná fram betri starfsmannastefnu hjá fjármálaráðuneytinu. Í síðasta tölublaði var fjallað um nýjar áherslur í hjúkrunarnáminu og í þessu blaði er haldið áfram að rýna í menntunarmál. Í einni grein er farið yfir þróun hjúkrunarnáms á síðustu öld og í grein frá 1930 er staða hjúkrunarnáms skoðuð um það leyti sem Landspítalinn tók til starfa. Í þessu tölublaði er engin fræðigrein. Það er tilviljun og alls ekki stefnubreyting. Tímarit hjúkrunarfræðinga mun áfram birta fræðigreinar þó að það komi nú út rafrænt. Það kemur stundum fyrir að engin fræðigrein er samþykkt til birtingar þegar nýtt tölublað er í burðarliðnum en það er óheppilegt nú þar sem mörg fræðihandrit eru í vinnslu. Í haust mun líklega myndast biðröð eftir að fá efni birt. Tímarit hjúkrunarfræðinga hefur áður gefið út aukatölublöð eingöngu með fræðigreinum og þarf hugsanlega að gera það aftur í vor. Ritnefnd bíður spennt eftir að fá að heyra skoðanir félagsmanna á rafræna tímaritinu þannig að lesendur eru hvattir til þess að senda ritstjóra athugasemdir. Að öðru leyti er það von hans að lesendur geti inn á milli notið sumarsins þrátt fyrir launastríð og vinnuálag.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.