Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 9
Fagið02/07 Spítalasýking er sýking sem einstaklingar fá meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Þær tengjast oft þeim inngripum sem gerð eru inni á sjúkrahúsi, svo sem þvagleggjum, æðaleggjum, öndunarvélum og skurðaðgerðum. Blóðsýking er ein þessara spítalasýkinga og getur hún meðal annars komið vegna notkunar á miðbláæðalegg en þá komast bakteríur í blóðrásina í gegnum legginn. miðbláæðalEggir Eru mikið notaðir á gjörgæsludeildum sem og öðrum deildum. Þeir eru meðal annars notaðir til að gefa lyf, næringu, blóð og taka blóðprufur. Þessir leggir eru ólíkir útlægum æðaleggjum að því leyti að þeir liggja í stærstu bláæðar líkamans, meðal annars í æð sem liggur upp að hjartanu. Þessir leggir geta verið í sjúklingum í vikur og jafnvel mánuði en þeim fylgir aukin hætta á blóðsýkingu tengda leggnum (CDC [Centers for Disease Control and Prevention], 2010). Tíðni blóðsýkinga af völdum miðbláæðaleggja er mishá milli deilda, spítala og landa. Samkvæmt erlendum rannsóknum er tíðni þeirra allt frá 1,8-17,7 á hverja 1000 miðbláæðaleggjadaga (Gowardman o.fl., 2008; Rosenthal o.fl., 2010). Hérlendis hafa blóðsýkingar mælst 1,07- 2,03 á hverja 1000 miðbláæðaleggjadaga en þessar tíðnitölur eru einungis af gjörgæsludeildum en ekki almennum deildum (Melkorka Víðisdóttir, 2013; Sýkingavarnadeild, e.d.). Áhættuþættir og fylgikvillar blóðsýkinga Rannsóknir hafa sýnt að nokkrir þættir tengjast aukinni hættu á að fá blóðsýkingu frá miðbláæðalegg. Mikilvægt er að hafa þessa þætti í huga þegar setja þarf upp miðbláæðalegg hjá sjúklingi og þegar verið er að meðhöndla hann. Tímalengd miðbláæðaleggja, það er hversu lengi leggur er í sjúklingi, tengist sýkingarhættu. Því lengur sem leggur er til staðar í sjúklingi því meiri bakteríuvöxtur verður á enda leggsins sem liggur í bláæð sjúklings- ins. Þar af leiðandi eru meiri líkur á að sjúklingurinn fái blóðsýkingu út frá leggnum (Hammarskjöld o.fl., 2006; Moretti o.fl., 2005). Staðsetning miðbláæðaleggja er talin skipta máli varðandi sýk- ingar. Leggir í nárabláæð auka mest hættuna á sýkingu en frá leggjum í viðbeinsbláæð stafar minnsta hættan (Merrer o.fl., 2001). Gjöf á næringu og fitulausnum í æð er tengd aukinni áhættu á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.