Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 18
Fólkið03/06 myndsköpunin verður til „Myndsköpunin er byggð á aðferðum Carl Gustav Jungs, sem hafði mikil áhrif á listamenn á sínum tíma. Þetta nýtist best þeim sem eiga erfitt með að tjá sig munnlega, eru langþreyttir, eða með langvinna verki eða hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun. Gott fyrir fólk sem upplifir depurð, þunglyndi og kvíða eða er haldið streitu og öðrum sálrænum vandamálum,“ útskýrir Gréta. „Í myndsköpuninni nægir einn dagur til að læra aðferðina. Fólkið hér velur sér að fara í myndsköpunina og svo finnst því þetta vera gefandi og gaman og það smitar út frá sér þannig að það kemur aftur og fleiri koma. Það er mjög gaman að koma aftur því þá veit fólk út á hvað þetta gengur,“ segir Gréta og brosir. „Í myndsköpuninni er fólk að vinna með liti og hver litur stendur fyrir ákveðnar tilfinningar. Blár er heilun og grænn er líka heilun, kærleikurinn er svo bleikur. Gulur er til dæmis gleðin og þekking, maður á að vera í gulu þegar maður fer í próf,“ segir Gréta glettin á svipinn. Það sem gerist í myndsköpuninni „Fólkið kemur, fær málningu og pensla, byrjar á hugleiðslu til að öðlast ró og fókusa inn á við. Ég fer yfir ákveðin atriði með þeim til að opna fyrir hvað þau eru að fara út í. Fólk er hérna fyrir sig. Svo byrjar það að mála. Þetta er algjör galdur og alveg heilagt. Algjör þögn og það má helst ekki tala eða trufla aðra. Þau mega nota hendurnar, svampa og grófa pensla til að mála með. Ef þau nota litla pensla þá eru þau farin að nota heilann en ekki tilfinningarnar. Ég vil að þau láti flæða, skvetti og liti og hugsi alls ekki neitt, noti tilfinninguna til að velja litina,“ segir hún og baðar út höndunum af áhuga. Hugleiðslan og táknin „Áður en þau byrja nota ég hugleiðslu, jing og jang. Hringinn, tákn fyrir konuna, sem snýr inn á við og örina sem er karleðlið og snýr út á við. Ég blanda gjörhyglinni með, það er gott að anda inn núinu og reyna að sætta sig við það. Hringurinn er það að halda utan um. Við konurnar notum karleðlið til að vera ákveðnar, setja okkur markmið og fara þangað. Hér á heilsustofnunum búum við til nýja hringi, náum í kraft til að geta gert það. Myndsköpunin er fyrir einstak- linginn sjálfan til að tjá sig, tilgangurinn er ekki greining. Í hverri

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.