Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 20
Fólkið05/06
„Kynning eftir hádegið er alveg jafn merkileg og málningin, þá
geta aðrir í hópnum rætt þær tilfinningar sem koma þegar farið er yfir
hverja mynd fyrir sig. Ekki tilfinningar þess sem gerði myndina heldur
hvaða tilfinningu myndin speglar. Þetta er góð sjálfstyrking, jákvæð
og rétt því fólk vill vera jákvætt. Það að fá að sitja og spekúlera í
litunum og myndunum með hinum er gott. Þá eru líka allir saddir,“
segir hún og skellihlær.
Það sem myndsköpunin gefur fólki
„Það sem fólk fær út úr þessu er að þetta bætir svefn, losar um og
er úrvinnsla tilfinninga,“ segir Gréta. „Það að nota liti, leyfa sálinni
eða undirvitundinni að velja litina er losandi, maður verður sáttari
við sjálfan sig. Verkirnir hverfa ef fólk stendur og málar, það gleymir
sér algerlega og að nota sinn eigin sköpunarkraft gefur lífinu annað
veldi, opnar dyr inn í betri
líðan, eykur sjálfstilfinningu.
Mér finnst það að fá betri sjálfs-
tilfinningu vera svo mikilvægt,
líka í stuðningsviðtölum“ segir
hún.
„Þegar fólk er í angist út
af sjúkdómi getur fólk málað
sig burt frá því. Áföll geymast
ómeðvitað í minnisbankanum
og maður þarf að anda inn og anda frá sér eins og hringrás náttúr-
unnar til að hreinsa þetta frá sér. Ég nota mikið náttúruna í hugleiðsl-
unum, þú ert jörðin, tréð og hafið sem er með þessa undiröldu, sem
í er kraftur falinn. Undiralda sem þú sýnir ekki, ert að fela, en vatnið
gusast svo á klettana og myndar brim. Það þarf að leyfa briminu að
fara út og nota litina til þess. Stundum er alveg þoka og þú sérð ekki
neitt, þá verður maður líka að geta beðið rólegur,“ segir hún sefandi
röddu, alveg komin á kaf í efnið.
„Sjáðu til,“ segir Gréta, „mörgum líður illa vegna streitu, hafa of
mikið að gera, of mikið áreiti, þetta þekkja allir og við það dofnar
sjálfstilfinningin. Þegar við sköpum eykst ímyndunaraflið, sem er
hjá fullorðnu fólki, tengingin við lífskraftinn. Þegar þessi kraftur er
notaður þá losnar um innri höft, líkamshiti eykst, blóðið streymir og
„mörgum líður illa vegna
streitu, hafa of mikið að
gera, of mikið áreiti, þetta
þekkja allir og við það dofnar
sjálfstilfinningin.“