Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 33
Fagið08/09 að sú þekking og færni, sem við leitumst við að laða fram hjá nem- endum, sé tengd siðfræðilegum skilningi og þeim sjálfum. Það er sá skilningur sem nemendur leggja til grundvallar er þeir beita þeirri þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér. Þá eru í forgrunni siðfræðilegar spurningar sem tengjast því hvernig heilbrigðisþjónustan er skipulögð og hvernig hjúkrun er útfærð til að hjálpa þeim sem þarfnast aðstoðar til að líða vel. Litið til framtíðar Eftir því sem liðið hefur á tuttugustu og fyrstu öldina hefur komið í ljós að heilbrigðisþjónustan verður stöðugt flóknari. Gerð er krafa um breiðari þekkingu og skilning, notkun tækni hefur aukist og skilningur á siðfræðilegum álitamálum eykur kröfur um færni í samskiptum. Meðalaldur lengist en samhliða hækkandi aldri verða veikindi margþættari og meðferð flóknari. Ýmis sálfélagsleg við- fangsefni njóta nú meiri athygli og leitast er við að hjálpa fólki við að takast á við erfiða reynslu. Hvatt er til þess að almenningur temji sér heilsusamlega lifnaðarhætti. Þessar breytingar kalla á aukna menntun hjúkrunarfræðinga og breyttar áherslur í hjúkrunarfræðinámi (Benner o.fl., 2009). Hjúkrunarfræðingar framtíðarinnar þurfa að búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu og geta nýtt sér möguleika upplýsingatækn- innar til að finna bestu þekkingu sem völ er á. Þeir þurfa að kunna að framkvæma flókin verk þar sem tekið er tillit til einstaklingsins sem verkið beinist að. Loks þurfa nemendur að búa yfir siðfræðilegum skilningi. HeimiLdir Aðalbjörg Finnbogadóttir og Christer Magnusson (2014). Hneykslið í Staffordshire og afleiðingar þess. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 90(1), 16-20. Allen, D. (1997). Nursing, knowledge and practice. Journal of Health Services Research Policy 2(3), 190-193. DOI: 10.1177/135581969700200311. Benner, P., Sutphen, M., Leonard, V., og Day, L. (2009). Educating nurses: A call for radical transformation. San Francisco: Jossey-Bass. Brooks, J., og Rafferty, A.M. (2010). Degrees of ambivalence: Attitudes towards pre-registration university education for nurses in Britain, 1930-1960. Nurse Education Today, 30, 579-583. Francis, R. (2013). The mid Staffordshire NHS foundation trust public inquiry: Excecutive summary. Sótt 12. janúar

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.