Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 37
Fólkið02/03
Háskólinn á Akureyri og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins munu
í haust bjóða upp á nýja námsbraut fyrir hjúkrunarfræðinga sem
vilja sérhæfa sig í heilsugæsluhjúkrun. Samningur um námið var
undirritaður á Akureyri af Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra,
Svanhvíti Jakobsdóttur forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
og Eyjólfi Guðmundssyni rektor Háskólans á Akureyri. Sigríður Sía
Jónsdóttir, lektor við HA, mun hafa umsjón með náminu. Námið er
til eins árs og lýkur með 60 eininga diplómagráðu. Sigríður Sía segir
að undirbúningur námsins hafi staðið yfir í nokkuð langan tíma.
„Upphaflega hóaði Stefán Þórarinsson fyrrverandi yfirlæknir á
Egilsstöðum saman fólki til að velta því fyrir sér hvað væri hægt að
gera til að efla heilsugæsluna, sérstaklega á landsbyggðinni. Þessi
hópur hittist nokkrum sinnum og
lagði grunn að þverfaglegri fræðilegri
námslínu; Heilsugæslu í héraði. Þegar
Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins,
hafði samband, varð úr að þróa
tvískipta námslínu, annars vegar
fræðilega og hins vegar þetta sérnám
í heilsugæsluhjúkrun sem samningur-
inn nær til.“
Sérnámið samanstendur af fræði-
legu námi við Háskólann á Akureyri
og klíniskri þjálfun á heilsugæslustöð
hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
undir handleiðslu lærimeistara.
„Markmiðið er að efla klíníska
hæfni hjúkrunarfræðinga í
heilsugæslu og styrkja þannig
þverfaglega teymisvinnu innan
heilsugæslunnar, svo sem í bráða-
þjónustu, þjónustu við tiltekna
sjúklingahópa og á sviði forvarna og
heilsuverndar. Með þessu er námsframboð í hjúkrunarfræði aukið og
nýir möguleikar skapast fyrir sérhæfða starfsmenn til að mennta sig
samhliða starfi,“ segir Sigríður Sía.
sigríður sía jónsdóttir, lektor við
Háskólann á Akureyri, mun hafa umsjón með
náminu. Hún segir að væntanlegt nám komi
til með að efla heilbrigðiskerfið enn frekar.
Myndir: Karl Eskil Pálsson.