Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 43
Fagið02/06 Þegar Landspítalinn tók til starfa 1930 varð mikil breyting á tilhögun hjúkrunarnáms á Íslandi. Hér er endurbirt grein sem fjallar um stöðu mála á þeim tíma. Í haust verður kennt eftir nýrri námskrá í hjúkrunarfræðideild HÍ og því ástæða til að rifja upp eldri umræður um námið. Sigríður Eiríksdóttir, höfundur greinarinnar, var mikil kjarnakona og starfaði ötullega fyrir hjúkrunarfélagið. Hún var móðir Vigdísar Finnbogadóttir og er þessi birting tileinkuð Vigdísi á 85 ára afmælisári hennar. Vigdís var enn ungbarn þegar Sigríður ritaði eftirfarandi grein og birti í Tímariti Félags íslenskra hjúkrunarkvenna í nóvember 1930. UndanFarin ár hefir tilhögun íslensks hjúkrunarnáms verið nokkuð frábrugðin hjúkrunarnámi annara þjóða, er hafa þriggja ára nám á stefnuskrá sinni. Orsökin til þessa er sú, að íslensk sjúkrahús hafa hingað til ekki getað veitt fullkomið hjúkrunarnám í samræmi við kröfur þær, sem nú eru gerðar um hinn menntaða heim. Hafa íslenskir hjúkrunarnemar því eftir tveggja ára hjúkrunarnám á Íslandi orðið að ferðast til nágrannalandanna og taka lokanám sitt þar. Þessi ráðstöfun mun nú vera flestum íslenskum hjúkrunarkonum kunn og er því ekki ástæða til að orðlengja um hana hér, en tilgangur minn með grein þessari er sá, að leiða athygli félagssystra minna að því, að hjúkr- unarnámið á íslenskum sjúkrahúsum til þessa ekki hefir verið eins ákjósanlegt og skyldi. Tel ég mjög áríðandi að ræða mál þetta í hjúkrunarblaðinu einmitt nú, þar sem allmikil breyting verður á hjúkrunarnáminu þegar Landsspítalinn tekur til starfa. Í því sambandi er það mér ánægja að geta gefið félagskonum þær upplýsingar, að nú lítur út fyrir að langþráð von okkar sé að rætast, sem sé að íslenskt hjúkrunarnám fari fram eingöngu hér á landi. Stjórn F.Í.H. og starf- rækslunefnd Landsspítalans hefir haft fund saman og nefndin hefir á þeim fundi samþykkt í öllum aðalatriðum tillögur stjórnarinnar um nám íslenskra hjúkrunarkvenna. Um leið hefir starfrækslunefndin farið þess á leit við stjórn F.Í.H. að hún, eins og að undanförnu, ráði hjúkrunarnemana og hafi umsjón með flutningi þeirra og námi. Væri nú svo, að íslenskt hjúkrunarnám ætti eingöngu að fara fram á Landsspítalanum og félagið hefði í hyggju að kippa algerlega að sér Sigríður Eiríksdóttir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.