Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 45
Fagið04/06 þeim til lokanámsins. Því viðvíkjandi verð ég að geta þess, að skýrslur þeirra um kunnáttu nemanna í hjúkrunarstarfinu, eftir tveggja ára nám hér, eru allajafna mjög lélegar. Segja þær mér að nemarnir, að nokkrum undanskildum, kunni bókstaflega ekkert í hjúkrun þegar þær koma frá Íslandi. Auk þess stendur málið (danska, norska) þeim flestum svo fyrir þrifum, að fyrstu mánuðina er ekki þorað að trúa þeim fyrir einfaldasta starfi upp á eigin spýtur, af ótta fyrir því, að þær hafi ekki skilið það, sem sagt hefir verið við þær. Hið síðarnefnda atriði hefir valdið okkur stjórnarkonum mikillar umhugsunar. Umsóknir til hjúkrunarnáms hafa ekki verið fleiri en svo á liðnum árum, að við höfum orðið að taka stúlkurnar, þótt þær hafi ekki kunnað dönsku og þótt undirstöðumenntun þeirra sé mjög ábótavant. Góð skólamenntun hjúkrunarnemanna er afar þýðingarmikil, því án hennar brestur nemann oft skilyrði til þess að geta tileinkað sér hina vísindalegu hlið hjúkrunarnámsins, sem nú gerist kröfuharðari með hverju ári sem líður. Þó er það persónuleg skoðun mín, að stúlkur geta orðið prýðilegar hjúkrunarkonur, þótt skólanám þeirra hafi verið lítið, ef þær aðeins hafa vilja til námsins og aðra þá eiginleika til að bera, sem ekki eru síður þýðingarmiklir í sjúkrahúsum. Á ég þar við gott viðmót, fórnfýsi, handlagni, starfsþrek o.fl., en sökum þess að undirstöðumenntuninni er oft ábótavant, þá verður að leggja enn meiri áherslu á að verklega kennslan sé nákvæm, að íslensku hjúkr- unarkonurnar og læknarnir, sem námið veita, leggi þeim allt lið, sem unt er, til þess að munnlega námið verði þeim auðskildara. Á sjúkrahúsum hérlendis eru eðlilega framkvæmdar aðgerðir við sjúdómum á svipaðan hátt og í öðrum löndum. Vil ég hér nefna allskonar innsprautingar, þvagtöku, penslanir, magaskolanir og ýmsar aðrar skolanir, sáraaðgerðir etc. Er því nokkuð einkennilegt, að hjúkrunarnemar hafa verið fluttar úr einu sjúkrahúsinu í annað, án þess svo mikið sem hafa séð þessar aðgerðir, hvað þá heldur að þær hafi fengið æfingu í að framkvæma þær. Fjöldi hjúkrunarnema hefir sagt mér þetta og ber vitnisburður erlendu sjúkrahúsanna saman við þessar frásagnir. Ég hefi oftsinnis innt nemana að, hvað valdi þessu, og svarið hefir ævinlega verið það sama: „Við höfum engan tíma til þess að læra þetta því við erum alltaf ofhlaðnar ýmsum snattstörfum deildanna, hreingerningum, svara hringingum etc.“ Ég hefi einnig talað við yfir- og deildarhjúkrunarkonur um málið og svarið hefir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.