Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 46
Fagið05/06 verið á sömu leið: „Vinnukraftur sjúkrahúsanna er svo lítill, borið saman við nútímakröfur sjúklinganna og aðgerðir, að við höfum engan tíma til þess að kenna hjúkrunarnemum.“ Auðvitað er afarmik- ið komið undir eftirtekt og vilja hjúkrunarnemanna. Það skapar lítið sjálfstæði hjá hjúkrunarnemanum, ef alltaf fylgist hjúkrunarkona með til þess að segja fyrir um verkin. Hitt er það, að hjúkrunarnemi má ekki á eigin spýtur framkvæma verklega hjúkrunaraðgerð án þess að lærð hjúkrunarkona hafi sýnt aðgerðina fyrst, og síðan sé áhorfandi nemans, þegar hann framkvæmir hana. Þá er munnlega námið. Fyrir nokkrum árum sendi stjórn F.Í.H. öllum þeim sjúkrahúsum, sem hjúkrunarnám hafa á Íslandi, reglugerð um nemana. Standa þar meðal annars ákvæði um vinnutíma þeirra og er hann ætlaður 10 stundir daglega. Töldum við ekki unt að hafa starfstíma nema, sem á að hafa bóklegt nám, lengri. Mér er kunnugt um það, að víðast vinna stúlkurnar frá 6.30 eða 7 að morgni, og víðast hafa þær ekki lokið dagsstarfi sínu fyr en kl. 9 á kvöldin og þar yfir. Frí munu þær hafa 2 stundir daglega, en oftast mun skólatími þeirra, þar sem kennsla fer fram, vera í ýmsum frístundum. Vinna nemarnir þá að jafnaði 12 stundir á dag, og er það víst víða lágmark. Eiga þær síðan á kvöldin að lesa hjúkrunarfræði sína, að lokinni 12 tíma vinnu, sem er þannig varið, að þær setjast tæplega niður í vinnutíma sínum. Þar að auki eiga þær að æfa sig í dönsku, sem ekki kunna hana. Nú vil ég spyrja: Er þetta ástand verjandi eða samboðið núverandi menningar- viðleitni íslensku þjóðarinnar? Gerum ráð fyrir því, að ofangreindar námsmeyjar séu mjög áhugasamar og setjist við bóknám og dönsku- æfingar að aflokinni 12 stunda vinnu á dag, eða jafnvel fleiri stunda vinnu, þegar þær gegna næturvakt. Geta læknar og hjúkrunarkonur, sem fyrst og fremst eiga að teljast heilsuvarðveitslupostular þjóðarinn- ar, látið þetta viðgangast ár eftir ár, og það undir þeirra stjórn? Á þeim fáu árum, sem stjórn F.Í.H. hefir haft hjúkrunarnámið með höndum, hafa eigi allfáir hjúkrunarnemar veikst af berklum undir náminu og nokkrir nemanna hafa dáið úr þessum sjúkdómi. Það vill svo til, að ég hefi læknisvottorð þessara stúlkna, þegar þær hafa byrjað námið, og hafa þær allar haft ágæt læknisvottorð, svo full ástæða er til að halda að þær hafi sýkst við hjúkrunarnám sitt. Auðvitað er allsstaðar hægt að sýkjast af berklum, en tala þeirra hjúkrunarkvenna, er sýkst hafa og dáið, er ískyggilega há í ekki fjölmennari hóp hraustra kvenna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.