Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 52
Fólkið04/06
saman. Það var eitt af því helsta sem vakti áhuga minn á hugmyndum
Jos,“ segir Michelle.
Hún ákvað því að stofna fyrirtæki í Stillwater í Minnesota undir
merkjum Buurtzorg. Enn sem komið er eru einungis þrír hjúkrunar-
fræðingar í fyrirtækinu. Michelle og samstarfskonur hennar hafa gert
ýmislegt til þess að afla viðskiptavina en eins og stendur eru þær ekki
með samning við tryggingafélög eða Medicare, skjólstæðingarnir
þurfa því að borga úr eigin vasa. Þær hafa einbeitt sér að því að
aðstoða eldra fólk við að búa áfram heima en sinna líka forvörnum á
göngudeild. Þá hafa þær einnig boðið fátæka og heimilislausa, sem
sækja matarúthlutun í nágrenninu, ókeypis heilsuskoðun og nudd.
„Ég mæli blóðþrýsting og sinni sykursýkisráðgjöf og annar hjúkrunar-
fræðingur veitir nuddmeðferð. Hann er vel menntaður í nuddi og
getur útskýrt fyrir skjólstæðingunum að nudd sé ekki aðeins munaður
heldur hafi líka áhrif á heilsu fólks. Margir segja að það sé langt síðan
þeir hafa fundið fyrir þvílíkri vellíðan. Þriðji hjúkrunarfræðingurinn
okkar er sérfræðingur í gerð hjúkrunaráætlana og hefur til dæmis
aðstoðað skjólstæðinga sem eru að fara í skurðaðgerð.“
Stöðuheiti skipta ekki máli
Michelle nefnir ekki að hún sé að formi til forstjóri Buurtzorg í
Bandaríkjunum. Þegar blaðamaður spyr nánar um starfsheiti segir
Jos að innan Buurtzorg skipta stöðuheiti ekki máli heldur hvað menn
gera. „Ég tel að ofstjórnun hafi gert margt til að skaða heilbrigðiskerf-
ið. Nú vinnum við eins og ég gerði á níunda áratugnum, án stjórn-
enda, en hvert teymi skipuleggur sína vinnu. Í mínum huga þurfa
menn að fara varlega í að trufla fólk þegar það sinnir vinnunni sinni.
Ef hjúkrunarfræðingarnir geta skipulagt sig sjálfir, af hverju þá að
hafa stjórnendur? Með aðstoð upplýsingatækninnar er hægt að styðja
við teymin þannig að ekki er þörf fyrir millistjórnendur. Það sem þarf
eru leiðir til þess að skiptast á þekkingu og upplýsingum. Það er betra
að hafa enga stjórnun, eða kannski ætti að segja enga stjórnendur,
en hafa í staðinn sjálfstýrandi teymi. Okkar fyrirtæki hefur 9.300
starfsmenn innanborðs en enga stjórnendur nema mig. Mikilvægasta
hlutverk mitt er að halda skriffinskunni frá fyrirtækinu og helst draga
úr þörfinni fyrir mig sjálfa smám saman.“
Jos hefur litla trú á hefðbundnum stjórnunarverkfærum eins og