Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Blaðsíða 52
Fólkið04/06 saman. Það var eitt af því helsta sem vakti áhuga minn á hugmyndum Jos,“ segir Michelle. Hún ákvað því að stofna fyrirtæki í Stillwater í Minnesota undir merkjum Buurtzorg. Enn sem komið er eru einungis þrír hjúkrunar- fræðingar í fyrirtækinu. Michelle og samstarfskonur hennar hafa gert ýmislegt til þess að afla viðskiptavina en eins og stendur eru þær ekki með samning við tryggingafélög eða Medicare, skjólstæðingarnir þurfa því að borga úr eigin vasa. Þær hafa einbeitt sér að því að aðstoða eldra fólk við að búa áfram heima en sinna líka forvörnum á göngudeild. Þá hafa þær einnig boðið fátæka og heimilislausa, sem sækja matarúthlutun í nágrenninu, ókeypis heilsuskoðun og nudd. „Ég mæli blóðþrýsting og sinni sykursýkisráðgjöf og annar hjúkrunar- fræðingur veitir nuddmeðferð. Hann er vel menntaður í nuddi og getur útskýrt fyrir skjólstæðingunum að nudd sé ekki aðeins munaður heldur hafi líka áhrif á heilsu fólks. Margir segja að það sé langt síðan þeir hafa fundið fyrir þvílíkri vellíðan. Þriðji hjúkrunarfræðingurinn okkar er sérfræðingur í gerð hjúkrunaráætlana og hefur til dæmis aðstoðað skjólstæðinga sem eru að fara í skurðaðgerð.“ Stöðuheiti skipta ekki máli Michelle nefnir ekki að hún sé að formi til forstjóri Buurtzorg í Bandaríkjunum. Þegar blaðamaður spyr nánar um starfsheiti segir Jos að innan Buurtzorg skipta stöðuheiti ekki máli heldur hvað menn gera. „Ég tel að ofstjórnun hafi gert margt til að skaða heilbrigðiskerf- ið. Nú vinnum við eins og ég gerði á níunda áratugnum, án stjórn- enda, en hvert teymi skipuleggur sína vinnu. Í mínum huga þurfa menn að fara varlega í að trufla fólk þegar það sinnir vinnunni sinni. Ef hjúkrunarfræðingarnir geta skipulagt sig sjálfir, af hverju þá að hafa stjórnendur? Með aðstoð upplýsingatækninnar er hægt að styðja við teymin þannig að ekki er þörf fyrir millistjórnendur. Það sem þarf eru leiðir til þess að skiptast á þekkingu og upplýsingum. Það er betra að hafa enga stjórnun, eða kannski ætti að segja enga stjórnendur, en hafa í staðinn sjálfstýrandi teymi. Okkar fyrirtæki hefur 9.300 starfsmenn innanborðs en enga stjórnendur nema mig. Mikilvægasta hlutverk mitt er að halda skriffinskunni frá fyrirtækinu og helst draga úr þörfinni fyrir mig sjálfa smám saman.“ Jos hefur litla trú á hefðbundnum stjórnunarverkfærum eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.