Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Side 53
Fólkið05/06 áætlanagerð. „Ég held að grundvallaratriðin við að sinna sjúklingum og þjóna umhverfi þeirra breytist lítið milli ára. Þess vegna þarf ekki að gera áætlanir, við getum haldið áfram að vinna vinnuna okkar og ræða hvernig megi gera það eins vel og hægt er,“ segir hann. Þörfin fyrir stoðdeildir og stjórnendur þeirra sé í raun lítil að hans mati. „Við höfum enga tölvudeild en við notum hugbúnað sem miðar að því að styðja við hjúkrunarfræðingana. Þrír launafulltrúar sinna 9.300 starfsmönnum og svo höfum við nokkra menn sem sjá um samninga og lögfræðileg mál og nokkra sem sinna fjármálum. Allir reikningar myndast sjálfkrafa í tölvukerf- inu. Flest fyrirtæki með jafnmarga starfsmenn og við hafa tíu sinnum fleiri starfsmenn í stoðdeildum. Höfuðstöðvar okkar eru þannig mjög litlar en við höfum markþjálfa sem teymin geta leitað til ef fólk lendir í vandræðum.” Heildræn samþætt hjúkrun Jos segir Buurtzorg leggja sig fram við að stunda heildræna samþætta hjúkrun og því hafi hentað vel að kynna fyrirtækið á ráðstefnu þar sem fjallað var um sams konar málefni í Reykjavík. Auk þess þekki hann vel Mary Jo Kreitzer sem var ein af aðalkonunum á bak við ráðstefnuna. „Við höfum lengi átt í samstarfi við Minnesota-háskóla þar sem við notum hjúkrunarskráningarkerfi sem kemur þaðan. Þegar menn búa til vinnuumhverfi þar sem hjúkrunarfræðingurinn getur veitt alla þá meðferð sem sjúklingurinn þarf á að halda má kalla það heildræna samþætta hjúkrun. Við erum opin fyrir því að nota aðferðir eins og viðbótarmeðferð ef sjúklingurinn óskar eftir því. Hugmynd okkar með því að stofna útibú erlendis er að skiptast á skoðunum um hvaða aðferðir virka og fá þannig heildarsýn og bjóða upp á það sem hentar sjúklingnum. Sumum finnst gott að fá viðbótarmeðferð en aðrir vilja frekar hefðbundna meðferð, þetta tengist því að finna hvað styður best við skjólstæðinginn.“ „Hlutverk mitt er að halda skriffinskunni frá fyrirtækinu og helst draga úr þörfinni fyrir mig smám saman.“

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.