Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 56
FÉlagið02/04 aðalFundur FÉlags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 18. maí 2015. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Á fundinn mættu 99 félagsmenn. Á fund- inum voru samþykktir ársreikningar félagsins og óbreytt félagsgjöld fram að næsta aðalfundi. Einnig voru samþykktir ársreikningar minningarsjóða Kristínar Thoroddsen og Hans Adolfs Hjartarsonar og Rannsókna- og vísindasjóðs hjúkrunarfræðinga. Engar tillögur að lagabreytingum bárust fyrir fundinn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að endurskoða á lögin í heild sinni á næsta starfsári og verða þær breytingar lagðar fyrir aðalfundinn 2016. Samþykkt var starfsáætlun stjórnar FÍH 2015-2016. Eftirfarandi eru helstu áherslur í starfi félagsins næsta starfsár: „ Ákvarðanir og eftirfylgd kjaraviðræðna og kjarasamninga FÍH við samningsaðila. „ Úrvinnsla og eftirfylgd verkefnisins Ímynd, áhrif, kjör. „ Undirbúningur heildarendurskoðunar á lögum félagsins fyrir aðalfund 2016. „ Aukaáhrif FÍH í ráðum og nefndum um skipulagningu heilbrigðisþjónustu. „ Unnið að fjölgun hjúkrunarfræðinga á Íslandi. „ Vinna að stefnumótun FÍH varðandi: w Símenntun og endurmenntun hjúkrunarfræðinga. w Jafnréttismál. w Alþjóðlegt samstarf. Starfsáætlanir fagsviðs og kjara-og réttindasviðs sem og annarra þátta í starfsemi félagsins má sjá á vefsvæði félagsins. Á hverju ári er kosinn hluti stjórnar, en ekki fara allar kosningar fram á aðalfundi félagsins. Á því ári, þegar oddatala er, er kjörinn formaður félagsins og fulltrúar svæðisdeilda í stjórn. Formaðurinn er kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu og fulltrúar svæðisdeilda eru kosn- ir á aðalfundum svæðisdeilda. Aðeins eitt framboð barst til formanns FÍH og var það frá sitjandi formanni, Ólafi G. Skúlasyni. Ólafur var því sjálfkjörinn sem formaður félagsins til næstu tveggja ára. Nýir fulltrúar svæðisdeilda í stjórn eru: Austurlandsdeild: Ragnhildur Rós Indriðadóttir Norðurlandsdeild: Kristín Thorberg

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.