Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 63

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Page 63
Fagið05/14 markmið í lungnaendurhæfingu Sjúklingur setur sér markmið í samráði við teymi sitt og vinnur að þeim yfir meðferðartímann. Markmiðsfundur er haldinn með sjúk- lingi og teymi hans ef þörf er á því. Algengustu markmið sjúklinga í lungnaendurhæfingu á Reykjalundi má sjá í töflu 2. Árangur lungnaendurhæfingar Góður árangur lungnaendurhæfingar næst með heildrænni og þverfaglegri vinnu. Samkvæmt ATS (2013) eru helstu áhrif hennar: „ Aukið þrek, úthald og líkamleg færni „ Minni mæði „ Meiri lífsánægja mæling lífsmarka: Blóðþrýstingur, púls og súrefnismettun. slökun: Einstaklingsslökun, hópslökun. Meðferð til slímlosunar: Hóstahvatning, lungnabank, úðavél. mat á súrefnisþörf: Mæling og mat á súr- efnismettun í hvíld, röltpróf (mæling og mat á súrefnismettun á göngu). undirbúningur svefnrannsóknar: Einstaklingsfræðsla, tenging eða aftenging búnaðar. meðferðarhópur, hópfræðsla og einstaklings- fræðsla: Næringarfræðsla og mat á næringará- standi (vigt, mittismál og líkamsþyngdarstuðull): Fræðsla og stuðningur fyrir of létta eða of þunga lungnasjúklinga. meðferð til reykleysis: Áhugahvetjandi samtal, fræðsla, stuðningur, mæling kolmónoxíðs. Hópeflis- og kynningarfundur fyrir nýkomna lungnasjúklinga. Fræðsla um rétta notkun innöndunarlyfja: Verkleg færni kennd. Öndunartækni: Mótstöðuöndun, djúpöndun, tónlistarmeðferð með munnhörpu. súrefnisfræðsla: Stuðningur, verkleg færni kennd. mat á árangri endurhæfingarhjúkrunar: Virk hlustun, spurningarlistar (MAT, HAD, CAT, Epworth). annað: Áhugahvetjandi samtöl, virkjun fjöl- skyldu, samráð um markmiðssetningu, andlegur stuðningur, sálfélagslegur stuðningur, sjúkdóma- fræðsla, heilsulæsi, virk hlustun. taFla 1. Hjúkrunarmeðferð sjúklinga í lungnaendurhæfingu á Reykjalundi. „ Tóbaksleysi „ Minni mæði „ Aukið þrek og úthald „ Betri öndunartækni „ Mat á súrefnisþörf „ Minni hósti „ Minni/enginn slímuppgangur „ Rétt notkun innöndunarlyfja „ Minni þreyta „ Betri neysluvenjur „ Bætt næringarástand „ Betri svefn „ Bætt andleg líðan „ Minni kvíði „ Minni depurð „ Minni verkir „ Minni spenna/streita „ Aukin þekking „ Bætt félagsleg virkni „ Meiri lífsánægja taFla 2. Markmið í lungnaendurhæfingu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.