Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Síða 65
Fagið07/14
Langvinn lungnateppa
Tíðni LLT hefur aukist ört á undanförnum árum og var árið 2014
algengasta ástæða innskriftar á lungnasviði Reykjalundar. Á Íslandi
eru mun fleiri með LLT en þeir sem eru greindir með sjúkdóminn
(Bryndís Benediktsdóttir o.fl., 2007) og reykingar eru helsta orsök
hans. Helstu einkennin eru hósti, slímuppgangur og óeðlilega mikil
mæði við áreynslu, sem hefur mikil áhrif á daglegt líf sjúklingsins og
fjölskyldu hans. Einkennin ágerast hægt, yfir ár og áratugi, þannig að
sjúklingurinn gerir sér oft ekki grein
fyrir því að hann er með sjúkdóminn.
Fyrsta skrefið til að snúa þessu ferli
við er að upplýsa fólk um einkennin
og greina hvort sjúkdómur er til stað-
ar. Því næst þarf að fjarlægja orsaka-
valda ef hægt er og hefja meðferð til
að koma í veg fyrir frekari skerðingu
og fötlun (Global initiative for chronic
obstructive lung disease, 2015)
Sjúkdómsgreining LLT er staðfest
með öndunarmælingu sem hægt er að
gera á öllum heilsugæslustöðvum á
landinu. Allir sem eru eldri en 40 ára
og hafa reykingasögu og einkenni frá
öndunarfærum ættu að fara í þá ein-
földu rannsókn. Mæling ein og sér, og
samtal um niðurstöður hennar, getur
verið hvatning til breyttra lífshátta
hjá sjúklingi, til dæmis að hann hætti
tóbaksneyslu.
LLT er til staðar þegar hlutfall
fráblásturs á einni sekúndu (FEV1)
miðað við heildarútöndun (FVC) er
undir 70% eftir gjöf berkjuvíkkandi
lyfja. Sjúkdómurinn er síðan flokkað-
ur niður í fjögur alvarleikastig miðað við FEV1:
I stig (væg teppa) - FEV1 ≥ 80% af áætluðu
II stig (meðalteppa) - 50% ≤ FEV1 < 80% af áætluðu
Langvinn lungnateppa
(LLT) er algengur
sjúkdómur í lungum
sem hægt er að fyrir-
byggja og meðhöndla.
Sjúkdómurinn einkennist
af þrálátri teppu í
lungum sem ágerist
yfirleitt smám saman og
henni tengjast vaxandi
bólguviðbrögð í lungna-
vef við ertandi ögnum
eða lofttegundum.
Versnandi ástand og
fylgikvillar geta aukið
alvarleika sjúkdómsins
(Global initiative for
chronic obstructive lung
disease, 2015).