Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 67

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2015, Qupperneq 67
Fagið09/14 hefur í kjölfarið breytt verklagi sínu. Allir sjúklingar sem falla undir 90% í súrefnismettun á sex mínútna gönguprófi fara í röltpróf til að meta þörf fyrir súrefnismeðferð á göngu utan deildar. Sjúklingur sem fer í röltpróf fær leiðbeiningar um að ganga á eigin hraða og tala ekki á meðan á prófinu stendur. Vegalengdin er 156 metrar, en starfsmaður gengur með sjúklingnum og fylgist með breytingum á púls og súrefnismettun. Hvíldargildi súrefnismettunar og hvíldarpúls eru skráð og síðan mesta breyting á gildum á göngunni eða í lok hennar. Að röltprófi loknu er sjúklingurinn spurður um ýmis einkenni (almenna þreytu, þreytu í fótum, mæði og þyngsl fyrir brjósti) og hann beðinn að meta styrkleika einkenna á kvarðanum 0-10 (VAS). Ef súrefnismettun hefur fallið undir sett viðmiðunarmörk (oftast 90%), er röltpróf endurtekið með það í huga að stilla inn súrefnisgjöf. Niðurstöður röltprófs eru skráðar á sérstakt eyðublað, vistaðar í sjúkraskrá og verða þannig aðgengilegar öllum meðferðar- aðilum í teyminu. Næring lungnasjúklinga Næringarástand skiptir máli hvað varðar framgang LLT og því er næringarstuðningur mikilvægur hluti af alhliða lungnaendurhæfingu (Cafarella o.fl., 2012). Þyngdarstjórnun skiptir einnig máli varðandi heilsu, líðan og breytingu á lífsmáta, hvort sem sjúklingar eru of léttir eða of þungir. Sjúklingar með LLT eru taldir of léttir ef líkamsþyngdarstuðull (Body Mass Index, BMI) er undir 21 kg/m2 eða ef fitulaus þyngdar- stuðull (Fat Free Mass Index, FFMI) er undir 16 kg/m2 hjá körlum og undir 15 kg/m2 hjá konum. Lungnasjúklingar með BMI yfir 30 kg/ m2 eru taldir of þungir. Þar sem öndun lungnasjúklinga er erfið og krefst mikillar orku hafa þeir almennt mikla grunnorkuþörf (10-15% meira en almennt). Þeir sem eru of þungir eru mæðnari í hvíld og heilsuveilli en aðrir og ofþyngd getur aukið álag á líkamann (Schols o.fl., 2014). Lélegt næringarástand veikir mótstöðuafl líkamans gegn sýkingum og hefur áhrif á vöðvastyrk sem minnkar vegna þess að vöðvarnir rýrna. Lungnasjúklingar með lélegt næringarástand þurfa að bæta samsetningu fæðunnar og huga sérstaklega að próteinríku fæði. Þannig geta þeir bætt næringarástand sitt, aukið mótstöðuafl líkamans og brotið upp vítahring mæði og vannæringar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.